Flashback hjá Bernard og Rose:
Þau hittust þegar Bernard var að hjálpa Rose við að losa bílinn sinn úr snjóskafli og Rose bauð honum upp á kaffi sopa. Í næsta “kafla” í flashbackinu bað Bernard Rose um að giftast sér og hún sagði að hún væri með ólæknanlegan sjúdóm og hún ætti aðeins ár eftir að lifa en hún giftist Bernard samt, í brúðkaupsferðinni fóru þau til Ástralíu til að hitta einhvern skottulækni en hann sagðist ekki geta læknað Rose. Hann útskýrði líka hvernig hann læknaði fólk, það var einhver kraftur, í jörðinni (eins og á eyjunni) sem hann beislaði og notaði til að lækna fólk. Rose sagði samt Bernard að hann hafi læknað hana svo hann myndi ekki eyða tímanum þeirra saman í að lækna hana. Svo á eyjunni var Locke enþá að reyna að teikna upp kortið sem hann sá í Hleranum, Bernard safnaði saman fólki til að mynda eitt stórt SOS merki (þaðan er nafnið dregið af þættinum) en Rose var á móti því sem kom Bernard á óvart og á endanum hættu allir að hjálpa Bernard.
Það kom í ljós hvað Eko og Charlie voru að byggja, þeir voru að byggja kirkju.
Rose sagði svo Bernard að skottulæknirinn hafi ekki læknað sig en henni hafi samt batnað vegna eyjunnar (hún hélt það því bæði hún hafi læknast og John Locke gat gengið aftur, hún hélt auðvitað að eyjann væri að þessu sem gæti alveg verið rétt hjá henni) og þá hætti Bernard við að gera SOS merkið sem var minna en hálfnað og þau ákváðu að vera á eyjunni. En á meðan fóru Kate og Jack í skóginn þar sem þau hefðu hitt Zeke (held að hann hafi heitið það, skeggjaði gaurinn sem var einn af The Others) en hann kom ekki, í staðinn hittu þau Michael. Kate sagði Jack frá læknastöðinni sem þau, Roussaue, Claire og hún höfðu fundið og hann brást ekkert rosa vel við því að hún hafði ekki sagt honum þetta fyrr.
umm…. held að ekkert annað hafi gerst.