Ég sá hérna að í könnunum var verið að spurja hvort Oz eða Prison Break væri betra, og athugaði um hvað Oz væri og sá að það var líka svona fangelsinsþættir.
En ég fann ekkert um hvað þeir fjölluðu meira en að þeir gerðust í fangelsi.
Nennir einhver að segja mér meira um hvað þeir eru?
Þetta voru bara svona fangelsisþættir. Mér finnst þeir betri en Prison Break, en kannski hefur OZ orðið betra með minningunni. Allavega… þeir gerast í einhverju geðveikt öryggisfangelsi, geðveikt mikil spilling, það var einhver drepinn í nánast hverjum einasta þætti, engin ein sérstök aðalpersóna nema það var einn gaur í hjólastól (leikinn af sama gaur og Michael í Lost) sem sagði söguna nokkurnveginn. Hann dó samt einhverntímann í miðri seríu, en hélt samt áfram að segja frá. Flestir þarna voru ofursvalir og massaðir og harðir. Fullt af svona klíkum; “spanjólarnir”, “negrarnir”, “aríarnir” og svo framvegis og það var alltaf stríð á milli þeirra.
Bara góðir þættir, eiginlega ekki hægt að bera þá saman við Prisonbreak þótt að þetta séu fangelsis þættir, Oz er bara um lífið innan veggjanna og frekar brutal og sick þættir, En Michael er ekki sá eini í lost, Gaurinn sem leikur Mr.Eko leikur eitt af aðalhlutverkunum í Oz heitir Adebisi og er ekkert ósvipaður karakter í oz og hann er i lost, allavega í Flashback þættinum, síðan er líka gaurinn sem leikur aðalhlutverkið í Law and order Svu þarna líka, það er hægt að sjá allt um þetta hérna: http://www.hbo.com/oz/
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..