Jæja, lokaþáttur Prison Break og var alveg svakalega spennandi.
Nú er mikið búið að gerast, Westmoreland (D.B. Cooper) dáinn, Dr. Tancredi dáin, T-Bag búinn að missa hendina, forseti Bandaríkjanna myrtur og Veronica finnur Terrence Stedman.
Að komast að flugvelinum gekk ekki alveg jafnvel og Michael vonaðist eftir, bíllinn bilaði og flugvélin fór á undan þeim. Ég held að þeir nái að sleppa Michael, Lincoln, Abruzzi, c-Note og Sucre. Kannski næst C-note. Gæti séð það fyrir mér. Þeir komast í bát ábyggilega og svo í flugvél til Mexícó. En það fyndna við þetta er að Tweener og geðsjúki gaurinn eru einu sem virðast vera að ganga vel að sleppa.