Ef ég væri þið þá myndi ég ekki skoða þennan kork ef þið eruð ekki búin að sjá þátt 20 “Tonight”, en allavega ég varaði ykkur við.

Ég ætla að byrja á því að fara yfir þáttinn
í grófum dráttum.

Þetta byrjar þannig að Bellick er að fara að segja frá flóttaleiðinni og öllu því en þá kemur Westmoreland og ræðst á hann og þeir byrja eitthvað að berjast en Westmoreland hefur betur og hendir honum bundnum í holuna. Síðan segir hann crewinu að þeir verði að fara þetta kvöld.

Svo leyfir hann Kjaftaskúmnum(man ekki hvað hann heitir) að vera með í flóttanum.

Svo eru Pope og verðirnir að reyna að fara með Taj mahal og þá brestir þakið niður, þá þurfa þeir að ná í Michael á stundinni.

Síðan þarf að tilkynna Pope að Bellick hefur ekki mætt til vinnu sem er mjög skrýtið af því hann mætti alltaf á réttum tíma.

Síðan þarf maðurinn sem er með Veronicu að hóta henni með byssu en ég nenni ekki að fara nánar í það.

Svo kom svona partur sem var verið að sýna frá öllu crewinu og hvað væri nr.1 í huga þeirra.

Síðan læsir samstarfskona Söru læknastofunnni.

Síðan var Michael kominn inn til Pope og sýndi honum dótið sem hélt þakinnu uppi á Taj mahal og hann baðst fyrirgefningar á því, en síðan tók hann upp hníf og sagði honum að hann þyrfti hjálp fyrir flóttann.

En nennir svo einhver að segja mér af hverju Abruzzi og T-bag eru að strá einhverju drasli(mat) yfir rúmin sín.

Það sem gerir þennan þátt svo góðan er það að það er alltaf að koma upp svona “twist” einsog að Michael komi bróður sínum úr einangrun, flugvélin getur bara tekið þrjá, ef að Sara skilur eftir opna hurð(sem hún gerir ekki) o.s.frv.

En ein spurning að lokum nennir einhver að fræða mig um þetta samsæris dót og allt það að Terrance Stedman sé á lífi.

Svo vil ég ekki heyra neitt tal um hvort það komi aðrar seríur eða um næstu þætti, ef þið vitið eitthvað um það þá haldið því útaf fyrir ykkur, takk fyrir.

Ég veit að orðið “síðan” kemur oft fyrir í þessum texta en ég bara vissi ekkert hvað ég átti að setja í staðinn fyrir það.

En allavega þetta er í mjög grófum dráttum samt ekki, þannig að ykkur er alveg frjálst að tala um eitthvað sem ég skrifaði ekki.

Þannig ég vona að þið hafið notið lestrinum og vinsamlegast ekki koma með nein skítköst.

Kv.Hullumbullum.