Drullist til að lesa þetta ekki ef þið viljið ekki láta mig skemma þetta fyrir ykkur… Og ekki dirfast að væla í mér ef ég skemmi fyrir ykkur.
Allavega, þáttur 119 hefur jú eins og flestir vita lekið útá netið… Reyndar er þetta slöpp preview screener útgáfa en hey, ég horfði samt á hann… Og núna spyr ég; Vó!?
Ok, semsagt Michael sagði Tweener frá öllu saman og þátturinn endar á því að Bellick er með sleggju að brjóta allt og bramla og finnur hann síðan holunum sem Michael og gengi voru búnir að grafa. Semsagt, Tweener segir Bellick frá því sem Michael sagði honum…. Núna vill ég ekki beint trúa því að Michael myndi segja guttanum alla söguna og hljóta því einhver brögð að vera í tafli.. Allavega, nú spyr ég: Hvað haldið þið? Hvernig haldið þið að gengið komi sér útúr þessu núna?
..Ég er spenntur, hissa og allt þar á milli… Einnig var gaman að fylgjast með þessu einka einvígi milli Michaels og Söru.
Og nú spyr ég ykkur, hvað haldið þið?