Ég er alltaf að reyna finna eikkurn sem horfir á þessa þætti en finn ekki neinn svo ég get aldrei talað um “síðasta þátt” eins og maður gerir með t.d. Lost og fleiri þætti sem margir horfa á…
En núna er ég að pæla horfiði á eitthvern af þessum þáttum og hvað finnst ykkur um þá ef þið horfið þ.e.a.s.
Mitt álit
Renuninon : Mér finnst þetta mjög flottur söguþráður og hann er nokkuð spennandi. Það er líka gaman að maður veit hvernig fólkið er í nútíðinni og hvar það stendur, en í þáttunum fær maður smám saman að komast að því hvað leiddi þau þangað.
Um hvað fjallar þátturinn: Sex vinir hittast á 20 ára útskriftar afmæli og einn þeirra er drepinn. Til að komast að því hver morðinginn er þarf að fara 20 ár aftur í tíman ( rifja upp semsagt) Einn þáttur er eitt ár..
Supernatural: Þessi þáttur er bæði spennandi, skemmtilegur og “skerí”
Það er góður húmor líka :)
Skemmtilegt hvernig sumir þættirnir tengjast alskonar sögusögnum eins og t.d. með Bloody Mary.
Um hvað fjallar þátturinn: Tveir bræður hafa alltaf hjálpað pabba sínum með að finna allskonar drauga, anda, eða vættir og eyða þeim. En pabbi þeirra hverfur í einni “ferðinni” og nú eru bræðurnir að leita að pabba sínum og fylgja þeim stöðum sem pabbi þeirra hefur farið á og í leiðinni hjálpa þeir fólki við að losna við alskonar vætti..
Invasion: Geðveikt góður þáttur. Spennandi og bara allur pakkinn.
Um hvað fjallar hann: Eftir að eitthver fellibylur fer yfir lítinn bæ fer mikið að fólki að breytast, sérstaklega fólk sem hafði týnst á meðan fellibylurinn stóð en fundist aftur alveg óskaddað í vatninu við bæinn..
segi ekki meira
frásagnirnar eru kannski ekkert sérstaklega góðar, ég er ekkert sérstök í að lýsa svona dóti..en ég spyr aftur..hvað finnst ykkur um þessa þætti…
Voulez-vous coucher avec moi, ce soir?