Ný Buffy-þáttaröð; "The Watcher" (spoiler f. 6. seríu)
Þetta hefur verið rætt í dágóðan tíma en það er ekki fyrr en nú að hægt er að segja að þetta verði veruleikir: Giles fær sinn eigin þátt í Englandi. Þættirnir munu fjalla um Giles en vera í alla staði breskir.
… að karla/kvenna hlutföllin í Buffyþáttunum hafa raskast enn frekar. Núna verða 5 kvenmenn (Buffy, Willow, Tara, Anya, Dawn) og 2 karlmenn (Xander, Spike). Til samanburðar má nefna að í 3. seríu voru 3 kvenmenn (Buffy, Willow, Cordelia) og 4 karlmenn (Angel, Oz, Xander, Giles).<br><br> —————– *Do I deconstruct your segues?*
Meinarðu í sjálfa Buffy þættina (hvað með Faith?) eða bara yfir höfuð (hvað þá með Dark Angel - Buffy-hermu með meiru eða Tomb Raider). Ég er alveg fylgjandi því að hafa fleiri kvenhetjur á borð við Buffy en þá vil ég sjá það á réttum forsendum - þ.e. persónusköpunin gengur út á eitthvað annað en “beib að sparka í kalla”. Ég hef hvergi séð það fyrir utan BtVS - nema kannski í Alien myndunum. Mögulega La femme Nikita - ég hef bara ekki séð þá þætti.
Hvað karlana varðar er ég ekki að kvarta undan Spike og Xander. Ef aðeins tveir eru eftir mega það alveg vera þeir :) Og svo verður BBC bara að drífa í þessarri þáttaröð.<br><br> —————– *Do I deconstruct your segues?*
Ég meinti nú almennt. Buffy er alveg nóg fyrir BtVS.
Buffy og Jadzia Dax hafa einmitt karakter en geta líka sparkað í kalla (og flest annað) en samt verið kvenlegar án þess að vera bara eitthvað boob-show kyntákn.
Ég var að hugsa um hlutföllin í Angel þáttunum. Þar eru bara strákar og Cordy, Angle, Gunn, Wes.. og græni gaurinn. Löggu kona kom nokkrum sinnum sem gestaleikari.
Já - það er ósköp testósterón-hlaðinn þáttur. Konurnar eiga það til að vera skilgreindar út frá körlunum en ekki sem sjálfstæðar persónur. Þær eru með þeim eða á móti - þær aðstoða eða hindra. En eru aldrei eins virkar. Cordelia er Einkaritarinn. Kate er hindrunin en henni var svo bara ýtt út í horn. Það eina sem hún í raun gerði var að vera fýld á svipinn. Lilah er sífellt í skugga Lindsey og Darla er hinn klassíska Famme Fatale. Hún reynir að tæla hetjuna sem þarf að komast að leyndardómum hennar til að ná stjórn á henni.
Ég ætla að hætta hérna áður en ég kemst á flug (það væri svo auðvelt að skrifa skæða feminíska gagnrýni um þættina - of auðvelt.) Ég hef alls ekkert á móti þáttunum en hvað sympatískar kvenkynspersónur varðar finn ég þær frekar í Buffy heldur en Angel. Enda BtVS mjöð kvenmiðaður þáttur og er það vel :)<br><br> —————– *Do I deconstruct your segues?*
Sammála, en Cordy fær samt að ráða stundum. Hún er samt skilgreind út frá þeim sem hún vinnur með. En hinar kvennpersónurnar í Angel er ekkert varið í. Spurning hvað Lilah gerir í þriðju þáttarröðinni. Kannski fær hún að ráða sér meira. Hver veit.
En mitt uppáhalds atriði með Coirdy í þáttunum var þegar Angel gaf henni föt. Sérstaklega út af svipnum á Westle
Fred, stelpan sem kom með þeim frá vídinni hans Lorne (aka The Host, aka græni kallinn), hún verður eitthvað í næstu seríu, og svo hef ég heyrt að Harmony komi eitthvað meira við sögu þar á bæ…<br><br>*I'm drawing a blank*
Æi, sorrysorrysorrysorry ógisslega mikið, ég hefði átt að ýta oftar á enter, eða frekar, náttúrulega setja spoiler alert í titilinn…<br><br>*I'm drawing a blank*
Þetta var bara meira að Xander og Giles eru góðir saman og Anya heldur vel uppi beib-interrest í þáttunum. (Sorrý, ég er eftir allt saman bara heimskur karlmaður ;)
Hei ég var alls ekki að andmæla þér. Ef ég ætti að velja milli Willow/Töru og Xander/Anya þá mundi ég alltaf velja þau síðari. Þótt W/T séu ósköp sætar þá eru X/A bara miklu skemmtilegri.
Ég bara að reyna að láta mér detta í hug einhverja ástæðu fyrir því að eitthvert þeirra færi til Englands að hjálpa Giles og það virðist lógískara að W og T fari heldur en X og A. Svo er alls ekki víst að það yrðu pörin - kannski bara Willow og Xander. Eða bara einver ein(n). Eða enginn.<br><br> —————– *Do I deconstruct your segues?*
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..