Nýlega birtist í Rolling Stone blaðinu viðtal við fyrrum Lost-höfundinn David Fury þar sem hann hélt því fram að höfundar Lost vissu ekkert hvert þeir væru að fara með söguþráðinn og setti hann almennt út á öll vinnubrögð í tengslum við þættina. Fyrir þá sem ekki vita þá skrifaði David Fury mikið fyrir bæði Buffy og Angel og var tilnefndur til Emmy verðlauna fyrir Lost þáttinn sinn “Walkabout” en hann var þá þegar búinn að segja skilið við Lost þættina.

Þessi orð hans komu við kauninn á öðrum höfundi Lost, Javier Grillo-Marxuach, sem heldur úti live journal síðu og skrifaði hann þar svar við ásökunum Fury's og útlistaði svo ekki verður um villts hvað er planað og hvað ekki.

Smellið hér til að lesa
——————