Það hefur komið fram að vampírur halda minningum úr lifanda lífi.
*(Eftirfarandi texti inniheldur spoiler fram í 2. seríu í Angel)*
Hverfum frá Big Bad Spike, og skoðum t.d. Dörlu. Hún var reist upp frá dauðum, algjörlega mannleg. Hún brást hins vegar ekki eins við og Angel, þegar hann fékk sálina (og varð þar með eins og maður, utan við að vera maður ;[ ).
Angel mundi ekki vampíru-líf sitt, fyrr en eftir nokkrar sekúndur. Þá sást greinilega að heima í Írlandi hafði Liam (Angel fyrir vömpun) verið mikið fyrir partýin og drykkjuna og kvenmanninn, en ekki vondur, illur maður inni við beinið. Jafnvel ósköp saklaus, miðað við Angelus sjálfan. En, hvað er það ekki.
Hann sá eftir öllu sem hann gerði sem sálarlaus skepna, en það var ekki fyrr en að Whistler fann hann og kom honum á rétta braut (þ.e. sýndi honum Buffy… það var nóg), að hann fór að lifa eins og almennilegur maður (utan við blóð í staðinn fyrir mat). Ég ætla ekki einu sinni að fara útí fifties-þáttinn, það ruglar rewiew-ið mitt. Meira.
Þetta tók alveg hellings tíma og svaka flashback, en Dörlu saga var styttri.
Darla var endurvakin í lok 1. seríu Angel. Í fyrstu, heimsótti Darla Angel aðeins í draumum hans. Að vilja Dörlu – eða Wolfram and Hart (Wolf–Ram–Hart).
Svo fór Angel að sjá hana úti á götu,og hér og þar. T.d. right between the big talking hot dog og það. Þegar hann loksins náði á henni, áttaði hann sig á því að hún var 100 % mannleg.
Hann sagði að hún ætti eftir að finna fyrir því síðar, eins og hann, þegar sálin færi að segja til sín. Hún hlustaði ekki á hann og reyndi stanslaust að fá hann til að sofa hjá sér.
Angel fékk hana svo hreinlega á heilann, og reyndi að snúa henni við, á rétta braut. Honum tókst það, en ekki áður en að hún hafði frétt að hún væri að deyja úr sárasótt.Hana hafði Darla fengið áður en hún var vömpuð, sennilega úr starfi sínu sem vændiskona.
Hann fór þá og reyndi að leyfa henni að lifa, með því að fara og leysa einhverjar þrautir og svoleiðis. Til að gefa henni annað tækifæri. Svo kom í ljós, þegar hann hafði leyst allar þrautirnar með prýði, að hún var búin að fá sinn séns. Hún var þá tilbúin að deyja sem manneskja, langt fyrir aldur fram.
en guðirnir voru með annað í spilunum varðandi Dörlu. Drusilla, barnabarn hennar (Darla - Angel - Dru( - Spike)) og fyrrverandi lífsförunautur Spike, endurvampaði hana á meðan menn í vinnu fyrir Lindsey, lögfræðing hjá Wolfram and Hart, yfirbuguðu Angel.
(Og þetta er það sem ég er að reyna að segja)
En þegar Darla reis upp eftir endurvömpun Drusillu, byrjaði hún á að verða ofsa reið við Drusillu (sem Dru fattaði náttúrulega ekkert í), en svo var eins og síðustu leifarnar af sálinni gufuðu upp, og hún varð aftur Darla, vampíran. Í smátíma þarna, vildi hún ekki verða vampíra aftur. En um leið og drýsillinn inni í henni náði aftur yfirhöndinni, var allt búið.
'Note to self: Less talk' eins og Xander mundi segja.
<br><br>*I'm drawing a blank*
“Napoleon is always right!” -Boxer