Öllum þáttaröðum er dreift fyrir 8-9 mánaða tímabil í Bandaríkjunum. Það gerir það að verkum að stundum líður langur tími á milli nýrra þátta. Venjulega hafa verið sýndir 5-6 þættir af Buffy í einu og svo komið smá hlé þar sem þættir eru endursýndir. Stundum koma löng bil - t.d. leið 1 1/2 mánuður á milli “The Body” of “Forever”. Þannig að þótt Sky One áhorfendur fái þættina seinna fá þeir þá alla í einum rykk á meðan Bandaríkjamenn þurfa að taka regluleg hlé og bíða.
Ástæðan fyrir þessu USA fyrirkomulagi er m.a. sú að þrisvar sinnum á ári eru áhorf könnuð fyrir auglýsendur - í nóvember, febrúar og maí og þá skiptir máli að vera með eitthvað merkilegt í gangi til að trekkja fólk að.<br><br>
—————–
*Do I deconstruct your segues?*