Vá þú spyrð stórt. 8) Sko nú er liðin vika þannig að ég get ekki sagt frá í smá atriðum en í stóru máli - þá kom margt nýtt fram. Td Nessa að því að hún á systur í London, pabbi hennar átti aðra fjölskyldu líka. Ed kemst líka að því að mjög líklega lifandi - eiginlega alveg pottþétt en Nessa veit það ekki enn. Hún vildi fara strax til London og hitta systur sína sem er á sjúkrahúsi eftir árás og þegar Ed kemst að þessu með pabba hennar að hann sé á lífi kemst hann líka að því að Nessa er í lífshættu því eitthverjir menn vilja ná í hana til að lokka pabba hennar úr felum eða eitthvað svoleiðis en pabbi hennar Nessu var ekki góður gæji, hann vann fyrir alla sem borguðu honum peninga og varð valdur að dauða margra CIA manna. Ed biður Nessu að bíða til morguns að fara til London því salan á Montecito á að ganga í gegn á miðnætti. En hún og Delinda stinga af og fara til London. Salan á Montecito = Casey maðurinn hennar Sam er einn af þeim sem ætlar að bjóða í það en Sam veit að ef hann kaupir rekur hann alla og breytir öllu svo hún fer til hans og spyr hvað hún þurfi að gera til að hann hætti við og hann segir að hún þurfi að verða konan hans alveg…Svo hún fer til Ed og segir upp. Bon Jovie og eitthver Ameríkur fótbolta gaur eru gestir þáttarins og þeir eru í eitthverri keppni um hver geti gert meiri prakkarastrik á hinum mjög fyndið inn í allri dramatíkinni. Svo ég taki það fram þá hafa allir geðveikar áhyggjur af starfi sínu í þessum þætti. Gladys Knight er líka í gestahlutverki í þættinum og kemur og syngur - þá komast allir að því að hún er frænka hans Mike og hann syngur bakraddir með henni þarna og hún biður hann fyrir framann alla að koma með henni í túr og hann segir já. Mary fer burt í frí með nýja kærastanum Jake þegar hún er að stíga um borð í vélina horfir hún í átt að Montecito og hann segist ætla að hjálpa henni að gleyma þessu öllu og hún svarar “ég vona það innilega” Pabbi hans Danny ætlar að koma og horfa á Gladys en hann kemur ekki og löggukonan sem Danny er að sofa hjá er búin að vera ná í hann allan þáttinn svo kemur hún undir lok og segir honum að pabbi hans hafi lent í slysi og er dáinn. Danny var nýbúinn að segja að hann hefði ekki miklar áhyggjur af starfi því hann gæti alltaf glatt pabba sinn og komið að vinna með honum. tár8( Allavegna þá er Montecito selt og það er til eitthverns Leyndó kaupanda og þátturinn endar þannig að sýnt er þegar spilavítið er sprengt í loft upp. Og þarna hefur það - ég afsaka stafsetningavillur og málvillur en gerði þetta í flýti í vinnunni 8)