Jú það held ég nú, annars er ég að spara það til að valda ekki sjálfum mér spoiler, er að spara á mig að horfa á þetta allt í einu þótt ég gjarnan vildi en einn þáttur á dag kemur skapinu í lag :)<br><br>“Forget the Tribe, My Pants Have Spoken!”
Ég er ekki alveg komin yfir alla diskana. En ég horfi mjög skipulega á þetta. Það er ef enginn er að trufla mig er ég að horfa á þetta. Ég á tvo diska efira af sex. Ég hef ekki kíkt inn á huga í viku vegna þess að ég hef verið að horfa á þetta. Eins og er er sjónvarpið upptekið (formúlan!). Það sem ég hef séð að auka dóti er gott. Annars tala allir um bílastæðið og kirkjugarðinn, endalaut. Rithöfundarnir hefðu geta talað saman um að minnast ekki allir á það sama. En þetta er samt sem áður frábær skemmtun
Já það var ánægjulegt að fá allar þessar upplýsingar um bílastæðið :-þ
Mér finnst mest gaman að heyra höfundakommentin með þáttunum. Er búin að horfa á þrjár slíka (af fjórum). David Greenwalt talaði um Reptile Boy og gerði ekki annað en að rekja söguþráðinn og auglýsa Angel þættina, sem hann átti þátt í að skapa. Í hver skipti sem sem Cordelia sást byrjaði hann: “þarna er Charisma Carpenter sem leikur Cordeliu í ANGEL þáttunum. Muniði það; ANGEL þættirnir kl. 9 á þriðjudögum!” Eða eitthvað í þeim dúr. Var sem svo ekki mikið að græða á því blaðri. Marti Noxon talaði svo um What's my line 1 og 2 og það var mun skemmtilegra. Hún var með alls konar lítil og skrítin komment um þættina og gerði ráð fyrir þvi að áhorfandinn væri búinn að horfa á þessa þætti. Hún talar mjög skemmtilega - maður heyrir nær allar persónurnar í henni. Svo á bara eftir að hlusta á Joss Whedon tala um Innocence. Var líka aðeins búin að kíkja á förðunarupplýsingarnar en á eftir að skoða það allt betur. Ég var bara að byrja að horfa á diskana í gær þar sem ég var að koma heim úr fríi.<br><br> —————– *Do I deconstruct your segues?*
velkomin úr fríinu Ég er búin að horfa á þetta allt. Er sammmála með ANGEL auglýsingarnar. En meiri hlutin af hinu er snilld. Persónulega þegar ég var búin að horfa á alla þættina sem talað var inn á vildi ég fá meira. Þ.e. að það væri talað inn á fleiri þætti. Þetta er allt saman mjög gott og get ég ekki beðið eftir 3 sísoni. Veit einhver hvenær það kemur út á DVD ?
Mig rámar í að einhver hafi verið að tala um að næsti pakki kæmi í haust - sel það samt ekki dýrara en ég keypti. Það liðu ca. 6 mánuðir á milli fyrsta og annars pakkans þannig að mér finnst líklegt að sá næsti komi þegar jólin fara að nálgast. Það er ágætt að það líði talsverður tími á milli - buddan þolir ekki of mikið í einu.<br><br> —————– *Do I deconstruct your segues?*
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..