Ekki einu sinni nálægt því! Það voru sýndir 13 þættir af 22 og svo var Buffy skyndilega tekin af dagskrá. Stöð 2 sagði það vera vegna kvartana foreldra um að þættirnir væru ekki við hæfi barna. Þeir þóttu víst vera sýndir of snemma. Stöð 2 ætlar sér nú víst að sýna restina af þáttaröðinni einhvern tíman seinna þótt það sé ekki komið á hrein hvernær. Hugsanlega næsta haust eða næsta vetur. Þeir hafa keypt sýningarrétt á öllum þáttunum og hljóta að ætla að nýta hann.
Hvað Dark Angel varðar - sem þykir víst frekar við hæfi barna heldur en Buffy - hef ég aðeins horft á einn þátt. Þeir þættir eru kannski ekki slæmir en þessi eini þáttur dugði ekki til að vekja áhuga minn. Þó eru margir Buffy-aðdáendur sem horfa á þá líka og finnst bara gaman þótt þeir þyki ekki eins góðir. Þeir eru svo í minnihluta sem taka Dark Angel fram yfir Buffy þótt þeir einstaklingar séu vissulega til líka. En þeir eru kannski ekki í meirihluta á þessu áhugamáli :)<br><br>
—————–
*Do I deconstruct your segues?*