Sæl öllsömul.
Sem spánýjum Buffyfíkli á Huga.is datt mér í hug að bera undir ykkur þessa pælingu:
Eins og allir vita verða vampírur að rykhrúgu þegar þær eru drepnar. Það er svosem ekki ný hugmynd og forðar Scooby genginu undan því að eyða hálfu og heilu þáttunum í að urða blóðsuguskrokka, auk þess sem það er flottur effect. En hvernig í ósköpunum stendur á því að föt vampírunnar verða líka að ryki? Ég meina, þetta eru nú bara föt.
Auðvitað má skýra þetta með því að það er væri dýrara og tímafrekara að bæta við effectnum þar sem föt hverrar vampíru falla saman eftir að eigandinn er orðinn að dufti. En ætli einhver hafi reynt að koma með “vísindalega” skýringu á þessu?
(Ég er náttúrulega ekki að ætlast til þess að neinn verði andvaka af áhyggjum út af þessu, finnst þetta bara svolítið skondið.)