Framleiðendur framhaldsþáttanna um vampírubanann Buffy, sem á frummálinu heitir Buffy the Vampire Slayer, eru að hugsa um að slá þáttinn af eftir dvínandi vinsældir að undanförnu. Að sögn eins talsmanns CBS-sjónvarpsstöðvarinnar eru litlar líkur taldar á því að farið verði út í gerð áttundu seríunnar.
Það er leikkonan Sarah Michelle Gellar sem farið hefur með aðalhlutverkið í þáttunum. Hún er gift Scooby-Doo-stjörnunni Freddie Prinze Jr. þar sem hún er einnig meðal aðalleikara. Að sögn talsmanns framleiðenda er enn þá verið að skoða málið og mun Gellar vera tilbúinn í tuskið ef haldið verður áfram. „Það er einnig mögulegt að breytingar verði gerðar á þáttunum og þá verði frekar spilað inn á aðra karaktera í þáttunum,“ sagði talsmaðurinn.
Ekkert nýtt í þessu en fyrirsöginn var Buffy að syngja sitt síðasta. Það sem mér þykkir fynndast að þegar maður kárar að lesa fréttinna eru þeir hugsanlega að hætta vegna Söruh ekki vinnsældanna