Ég var að surfa stöðvarnar á sjónvarpinu í gær í miklum leiðindum þegar ég droppaði inná popptíví og þá var verið að sýna Buffy. Ég hef ekki fylgst með þessum þáttum en man að fyrst þegar byrjað var að sýna þá á íslandi fannst mér þeir alveg ágætis þættir.
Það sem mér fannst um þennan þátt sem ég sá (þriðjud. 21 jan) var að hann var eitthvað voðalega ýktur, einhverjir strákar breyttust í hellisbúa og einnig Buffy sjálf. Eru þættirnir orðnir svona slæmir eða datt ég bara af tilviljun inná svona rosalega ýktan þátt?
Ég er alls ekki að móðga Buffy aðdáendur eða neitt í þá áttina, mig langaði bara að forvitnast um þetta :)
kveðja,
Isabel