Nú þegar 5 þættir eru búnir, hvað hefur gerst? Hvað vitum við um persónurnar og það sem mun gerast seinna á árinu?
Við vitum að…
* “From beneath you it devours” - Við vitum hins vegar ekki hvað það þýðir.
* Eitthvað sem getur tekið á sig mynd (og persónuleika) fólks og vætta er að bögga Spike. Er greinlega að gera stórar áætlanir og tala um að fara aftur að hinni sönnu byrjun. Köllum hann hamskiptinn þar til annað kemur í ljós.
* Spike er … ja, hvað er hann? Hann er hangir í kjallara og ruglar og sér ofsjónir. Hann er með sál en hún virðist lítið gagnast honum. Hann er augljóslega kvalin en við vitum ekki hvers vegna. Er það aðallega sálin sem gerir honum erfitt fyrir eða er hamskiptirinn að leika á hann?
* Willow er öll að braggast. Hún vill engan drepa og vinir hennar hafa tekið henni með opnum örmum. Hún spáir í jörðinni og kannar rætur og allt er gott. Nema auðvitað þegar hún þarf að drepa risa-köngulær og þagga niður í vælandi stelpum!
* Xander gengur vel í starfi en ekki nógu vel í einkalífi. Buffy og Willow er bara vinir og ekkert annað í hans augum (það hefur kannski verið vitað lengi en var áréttað í síðustu þáttum). Hann virðist samt vera kominn í n.k. eiginmannshlutverk hvað Buffy varðar - keyrir hana og Dawn í skólann - er hjá þeim öllum stundum o.s.frv. Hann er ekki búinn að gleyma Anyu og elskar hana ennþá en of mikið hefur gerst til að hlutirnir geti orðið eins og þeir voru þeirra á milli.
* Buffy er aldrei þessu vant í góðu jafnvægi. Buffy the Guidance Counselor. Það er minnst af henni að frétta. Hún veit loksins hver hún er og hvert hennar hlutverk er - tók bara sjö ár. Hún veltir sér ekki upp úr sektarkennd yfir því að geta ekki bjargað öllum (Lessons), hún gerir gjörsamlega allt sem hún getur til að bjarga fólki og heldur áfram sínu starfi þótt henni mistakist (Help), hún kann loksins að taka erfiðar ákvarðanir (Selfless).
* Dawn er hætt að væla og fær rosalegt kikk út úr því að aðstoða systur sína.
* Anya á bágt. Hún hefur alla tíð flúið frá ábyrgð og nú þarf hún loksins að horfast í augu við það að hún ber ábyrgð á vissum hlutum. Hún hefndi sín á Olaf og í staðinn fyrir að bera ábyrgð á því fékk hún að hefna sín á öllum mönnum um ókomna tíð. Hún lét Xander segja sér hvernig hún átti að haga sér í mannlegu samfélagi en reyndi sjaldan að komast að því sjálf (Willow: “You've been here a while, learn the rules!” Anya: “The rules are stupid.”). Hún vildi ekkert frekar en að verða eiginkona og taka nafn annars (“Mrs. Anya lame-ass-made-up-middle-name Harris”)og þegar Xander hætti við brúðkaupið reyndi hún ekki einu sinni að takast á við það heldur flúði inn í hefndarheiminn þar sem hún haganlega kenndi Xander um allar sínar misgóðu gjörðir. Síðasta hefndin var svo dropinn sem yfirfyllti mælinn og hún var loksins tilbúinn til að viðurkenna að hún hafði breytt rangt og hún sjálf þyrfti að sæta afleiðingum gjörða sinna.
* Giles er í Englandi. Meira vitum við eiginlega ekki.
Nokkrir punktar varðandi “Selfless”:
– Svo Anya heitir í raun og veru Auður - af hverju er ég ekki hissa? :)
– Buffy vissi ekki að Xander hafði ekki farið rétt með skilaboðin frá Willow í “Becoming, part 2” (síðasti þáttur annarar seríu.) Willow veit það hins vega núna.
– Mér fannst áhugavert að Willow skyldi ekki vilja koma með Buffy til að drepa Anyu. Hvers vegna nákvæmlega? Vegna þess að hún vildi ekki taka afstöðu með eða á móti Buffy eða Xander? Vegna þess að Anya var nýbúin að hjálpa henni? Eða kannski vegna þess að það sem Anya gerði var ekki svo ólíkt því sem hún gerði við Warren og reyndi að gera við heiminn að henni finnst hún ekki vera í aðstöðu til að dæma nokkurn.
Ég ætla síðan að leyfa ykkur að dæma hvort Buffy eða Xander hafði rétt fyrir sér varðandi Önyu.
——————