Jæja, fanst ég þurfa tjá mig um þennan þátt eithvað, þar sem hann hefur valdið mér miklum vonbrigðum. Ég veit eiginlega ekki við hverju ég var að búast af amerísku sjónvarpsefni, kannski hélt ég í vonina að þetta væri ‘öðruvísi’, svipað og Sopranos, The Shield, Band of Brothers og The Pacific eru/voru.
En allavega, til að byrja með, þá hef ég alltaf haft gaman af svona ræmum, þ.e.a.s uppvakninga mannætur sem þrá ekkert heitar en heilaslettur, pota í augu, innyfli eða bara gera öllum bilt við, dæmi má nefna; Quarantine(Rec1&2), Dawn of the Dead, Död Snö(Dead Snow), 28 Days Later, The Crazies(ekki beint uppvakningar), I Am Legend(Will Smith), Zombieland(Comedy/Thriller/Action), Resident Evil(#1) og margt fleira, en þetta er sem ég man eftir í augnablikinu sem hafa skemt mér í gegnum tíðina.
Þannig fólk getur ímyndað sér að ég hafi verið með smá væntingar til þessara þátta, þegar ég kveiki á þeim, og fylgist með.
Byrjunin er eithvað sem við höfum öll séð áður, bæði í 28 Days Later og í Resident Evil 2 og jafnvél fleiri myndum ef mig minnir rétt, þannig þetta er orðin svolítil klisja, að vakna í spítala og upplifa það að hann er galtómur, en ekki er allt sem virðist, og kemst svo að því að það eru lík liggjandi útum allt(Sem var frekar töff), og þátturinn byrjar mjög vel, og er mjög vel leikinn, ekki er hægt að sitja neitt mikið út á það, nema kannski; “hvað er málið með að borgir í svona myndum eru alltaf stút full af krumpuðum dagblöðum, hvernig er hægt að útskýra það eiginlega? Er fólk sem er að flýja heimsendir hlaupandi út um allt í óreiðu haldandi á dagblöðum, fleigjandi þeim í allar áttir?”
Það var ekki fyrr en ég var kominn í 3ðja þátt, þegar ég tek eftir að þetta á allt saman eftir að vera ein stór klessa af dramaklámi sem Bandaríkja menn eru þekktir fyrir, famelíu(Lestu:Fjölskyldu) drama, frammhjáhöld, rifrildi og svo þessi týpiska Ameríska hetja sem er kominn til að bjarga deginum og allir líta upp til (Lost einhver? ‘Pun Not intended’).
Svo gef ég þessu séns, þrátt fyrir það að ég sé að þjást í gegnum sumar senurnar (fólk að taka sinn tíma til að rífast um allskyns hluti á meðan heimsendum stendur, allveg æðislegt ástand), þegar eithvað áhugavert gerist, án þess að rína í atvikið, ætla ég bara segja, þeir lenda í smá óhappi innan í borginni(Atlanda? Allavega…), þar sem einhverjir þrjótar (Lestu: Spaniolar/Latino Thugs) hafa rænt einum af fylgiliðinu, þannig hejan okkar ætlar sér að gera eithvað í málunum(Já, hann ætlar sko að bjarga manninum sem var rænt, þrátt fyrir milljarða mannæta sem ráfa um á götunni), og finnur þá svo þrjótana, en þeir virðast vera með einhverskonar höfuðstaði, og heilann her af fleiri þrjótum (Lestu: Latino Thugs).
Þeir(Þrjótarnir), eru lítið sáttir með hvernig hlutirnir hafa farið, ákveða skipta á manninum sem var rænt fyrir byssur. Hetjan okkar er ekki allveg sátt með þetta(hérna hugsaði ég með mér, nauh, eithvað geðveikt er að fara gerast), og fer inn í bækistöðvarnar með hlaðinn haglara og nokkrum fylgimönnum tilbúinn að slátra öllum þarna inni, sem virðist vera frekar töff.
En nei, viti menn! Hérna kemur lítil gömul kona(Amma einhvers????) inn í leikinn, skammar þrjótana(Fyrir að vera vondir strákar), og segir hetjunni okkar að þau þurfi hjálp(á lifjum að halda og ákveður að sýna þeim), svo kemur í ljós að þessir þrjótar voru í raun og veru ekki þrjótar, heldur góðgerðarmenn, og höfðu ætlað sér að stofna elliheimili í miðri mannætu borginni á meðan það eru heimsendir!!!!!
(Afsakið, en hverjum er ekki andskoti sama um einhverja eldri borgara í hjólastól tengann við öndunarvel þegar það kemur að uppvakninga mannætum??????????)
Þarna fékk ég áfall, og slökkti, og hér með, líkur þessari grein. Mæli eindregið með að fólk sem elzkar svona drama þætti, haldi sér við eithvað annað, t.d Gossip Girl, og líti aldrei dagsins augum á þetta hræðilega verk. Hinsvegar, fólk eins og ég, sem elzkar svona uppvakninga dellur og fleira, haldið ykkur við bíómyndirnar, hérna er ekkert sem þið hafið ekki séð áður.
Takk fyrir mig!