Ég er að velta fyrir mér einu, hvar dragið þið mörkin á milli spoilera og ekki-spoilera? Mér finnst fólk svo oft vera að tala um að e-r hafi komið með spoilera hér og þar án þess að láta vita. Persónulega sá ég spoiler í einni skoðanakönnun sem var hér fyrir ekki alls löngu, það var allavega spoiler fyrir mér og þó var ég komin nokkuð inn í 6 seríu af Buffy, þess vegna fór ég að spá í þessu.
Fyrst ég er á annaðborð byrjuð þá er annað sem ég er að spá í. Hver er eiginlega munurinn á korkum og greinum? Áreiðinlega ótrúlega vitlaus spurning en ég átta mig ekki alveg á þessu.
Svona by the way, þá byrjuðum ég og kærastinn minn að taka þessa þætti á Laugarásvídjói fyrir ca. 3 mánuðum og við erum gjörsamlega með þá á heilanum.