Hell's bells (spoiler f. 6. seríu) Nú er loksins komið að hinum langþráða brúðkaupsþætti og það verður mikið um að vera.

Xander og Anya ætla að gifta sig með stæl - allri fjölskyldunni hefur verið boðið. Fjölskylduhugtakið hefur tekið á sig frekar teygjanlega mynd þar sem hlið Anya samanstendur víst eingöngu af dímonum og álíka óvættum. D'Hoffryn, fyrrum vinnuveitandi Önyu, mætir á svæðið. Það er þó fyrst og fremst fjölskylda Xanders sem er til vandræða. Buffy, Willow, Dawn og Tara er neyddar í brúðarmeyjarkjólana frá helvíti (sjá mynd) og Spike er einhverra hluta vegna líka á staðnum.

Hér er ítarlegri lýsing á því sem gerist í þættinum (ath. ekki spoiler - heldur lýsing): http://www.leoffonline.com
Smellið bara á linkinn þar sem stendur “Wildfeed.”

Ég er ekki búin að sjá þáttinn ennþá og treysti mér því ekki til að segja of mikið að svo stöddu (mun bara bæta því við þessa grein þegar að því kemur.) Ég er búin að lesa eitthvað af lýsingunum sem komnar eru af þættinum og ætla að reyna að láta það duga þangað til ég fæ þáttinn í hendurnar. En ég veit sennilega of mikið nú þegar:

*
*
*
*M
*E
*G
*A
*
*S
*P
*0
*I
*L
*E
*R
*
*
*


Xander ákveður að giftast Anyu ekki og yfirgefur hana í kirkjunni. Hann tékkar sig inn á eitthvað skítamótel.
D'Hoffryn, aftur á móti, býður Anyu gamla starfið sitt.

Dumm duh dumm!!!!

Hvað finnst ykkur? Persónulega er ég miður mín. Mér var alveg sama þegar Angel fór - í öll skiptin. Oz fór … hvaða Oz? Riley yfirgaf Buffy - meh. Willow og Tara hættu saman - leiðinlegt en ég lifi það af. Buffy hætti með Spike - ojæja, sennlega fyrir bestu. En ég er ekki viss um að ég geti höndlað þetta. Sérstaklega atriði þegar hin nýuppsagða og dasaða Anya gengur inn kirkjugólfin og hljómsveitin byrjar að spila því hún heldur að brúðkaupið sé að byrja! Wahhh!!!

Og Anya aftur sem hefndardímon - þið haldið varla að hún taki við starfinu er það nokkuð?
——————