ég sendi E-mail til dagskrárdeildar stöðvar 2 í sambandi við buffy og hvað mér finndist dagskráinn vera að fara hrakandi og þetta fékk ég til baka geðveikar fréttir !!!!!
Sæl Helena
Ég veit ekki hvar þú hefur fengið þær upplýsingar að Buffy sé að hætta því
það er alrangt… Buffy er á dagskrá a.m.k. fram í ágúst!! Þáttaröð 5
tekur strax við af þessari nú í febrúar þannig að það verður ekki einu
sinni gert hlé á Buffy.
Varðandi athugasemd þína að dagskráin hafi farið versnandi þykir mér heldur
verri þar sem það er einróma skoðun landans að dagskáin hafi stórbatnað
undanfarna mánuði og sé bara orðin ansi góð !! Það fóru 7 nýjir þættir af
stað núna í janúar… einn þeirra er þáttur sem ég mæli með að þú kíkir á
en það er Undeclared sem hefur göngu sína í kvöld. Þar sem þú hefur gaman
af Buffy ættirðu líka að hafa gaman af því að Dark Angel kemur aftur á
dagskrá í febrúar.
Hérna fyrir neðan er upptalning á þeim þáttum sem eru í kvölddagskrá
Stöðvar 2, en þú hlýtur að finna þér eitthvað þar sem hæfir þínum smekk þar
sem úrvalið er ansi mikið, ég tala nú ekki um heil ósköp af úrvals
kvikmyndum sem einnig eru á dagskrá.
Fjórir af þáttunum okkar unnu til Golden Globe verðlauna í gærkveldi: Spin
City, Band of Brothers, Six Feet Under og 24. Reyndar verður gert smá hlé
á Spin City núna, en nýja syrpan af Friends kemur þar í staðinn sem eru nú
ekki svo slæm skipti.
Þættir á Stöð 2:
Mánurdagur: Undeclared, Dawson's Creek, Dark Angel (hefst 11.feb) og X -
Files (og Jag - sem er ótrúlega vinsæll í USA og við ekkert kynnt)
Þriðjudagur: Sjálfstætt fólk, The Guardian, Six Feet Under og 60 mínútur
II
Miðvikudagur: Einn, tveir og elda, Third Watch, Ally McBeal og femin
Fimmtudagur: Andrea, 24 og Crossing Jordan
Föstudagur: The Simpsons og Buffy the Vampire Slayer
Laugardagur: Dharma & Greg og Friends
Sunnudagur: Viltu vinna milljón? , Band of Brothers og 60 mínútur
Seinfeld er alla virka daga kl. 18.05.
Mimpi-Mains: öll fimmtudagskvöld
Panorama: Alla virka daga rétt fyrir 21.00