Fyrsti þátturinn af Heroes sem sýndur var á skjá einum nú á mánudagskvöld var hin hreinasta snilld. Margir voru búnir að segja í kringum mig að þetta væru geðveikir þættir og væru þeir þess virði að horfa á þá, og þegar ég ég settist fyrir framan sjónvarpið á mánudagskvöld var ég sko ekki fyrir vonbrigðum spennan,draman og öll þessi ofurmenni eins og maður væri kominn í myndir Marvel Comics setja góðan svip á þættina. Í fyrsta þættinum var verið að kynna persónurnar til sögunnar t.d. hinn Japanska Hiro hann er sko snillingur í orðsins fyllstu merkingu. Hvernig hann náði að flytja sekúnduvísirinn á klukkuni um eina sekúndu og til þess að flytjast frá Japan til New York. Svo varð maður spenntur þegar persónan Niki Sanders Hljóp á brott undan tveim ofbeldisfullum mönnum með gáfaða son sinn Micah Sanders, Niki skuldaði þessum tveim mönnum einhverja peninga og svo var það loks að vonda “hlið” hennar drap þá á vægara sagt viðurstyggilegan hátt. Svo er það auðvitað hún Claire Bennet sem barasta getur ekki meiðst hvort það er að stökkva niður 10.metra eða hlaupa inn í risastóran eldsvoða. Já þetta er aðeins brot af þeim ofurmönnunum sem maður getur séð í þessum frábæru þáttum. Ég ætla rétt að vona að allir hinnir þættirnir af þessari seríu eru eftir að vera jafn góðir en ég efast nú ekkert um það.
volex