Desperate Housewifes – 303 - Eða tekur það þrjá? Desperate Housewifes – 303 - Eða tekur það þrjá?

Hinar aðþrengdu ákveða að taka sér frí yfir helgi nokkra í von um afslöppun og rólegheit. Brúðkaups ferð Bree og Orsons endar þó áður en hún byrjar þegar Bree kemst að því hvar Andrew, sonur hennar, hefur verið undanfarna 7 mánuði. Gabrielle hittir fyrrum garðyrkjumann sinn, John Rowland, og er hún hissa á hversu mikið hann hefur breyst.
Lynette og Nora halda áfram að rífast um hversu stór hluti Nora er orðinn af fjölskyldulífi þeirra Lynette og Tom.
Susan og vinur hennar frá sjúkrahúsinu ákveða svo að fara í ferð til sumarhúss hans í von um að kynnast betur.

Það er nokkuð augljóst nú þegar hver stefna þriðju seríu er. Fyndni og kaldhæðni er eitthvað sem sést varla lengur á meðan dramatíkin verður alsvakalegri með hverjum þætti. Einhverjir taka þessari breytingu sennilega með opnum örmum á meðan aðrir eru lítt fyrir þessa nýjung. Sjálfur hef ég orðið fyrir vissum vonbrigðum, þættirnir eru vissulega spennandi og flétturnar hver stærri en sú fyrri. Hinsvegar sakna ég fyrstu seríunnar. Hún var svo létt og skemmtilegt ævintýri. Þriðja sería virðist vera alltof mikil sápa fyrir minn eigin stíl.

Samt sem áður, hvað söguþráð varðar þá virðist 3. serían ætla að verða sú besta enda nú þegar mikið um dramatík og stórbrotnar fléttur. Þrátt fyrir augljósa galla svona snemma inní seríunni þá er hér samt á ferðinni gott stöff. Þættirnir eru vissulega ennþá líflegir og skemmtilegir og lifa upp eftir þeim gæða stöðli sem þáttaröðin hefur byggt upp á undanförnum árum.

Plottið virðist fara dáldið fram og tilbaka, þ.e.a.s það er algjörlega óútreiknanlegt. Það sem ég var handviss um í síðasta þætti er ég meira en óviss um núna sem er viss breyting frá fyrri seríum. Þættirnir hafa oft gerst fyrirsjáanlegir, ekki í miklu magni, en samt sem áður hefur maður oft séð atburðarrásina gerast löngu áður en hún gerist. Ég er í raun hæst ánægður með þetta enda vill ég sífellt láta koma mér á óvart þegar ég horfi á þætti slíka sem þessa.

Amen.

-TheGreatOne