Nip/Tuck - Sería 4, þáttur 2 - * Spoilers * -

Christian Troy reynir að skilja sín fyrri vandamál með að hjálpað ungum manni eftir skuðaðgerð. Þannig vill til að strákurinn heldur að hann sé samkynhneygður og vill Christian fá smá innsýn í líf hans. Reynir hann að fá hann til að skipta um lið, ef svo má orða það, þó með tregafullum afleiðingum.


Sean reynir að hjálpa afmynduðum manni í gegnum bæklun sína með að gefa honum fría lýtaaðgerð. Var hann að reyna sjá hvort hann gæti hugsanlega lagað barn sitt, sem gæti komið í heiminn vanskapað. Sonur hans, Matt, kynnist Kimber á nýjan hátt, en hugsar hann um að ganga í scientology-söfnuð með henni.


Bæði Joely Richardson og Kelly Carlson sýna í raun, ekkert spennandi leik, en hafa þau oftast verið mun betri. Julian McMahon og Dylan Walsh eru bara eins og alltaf; yfirvegaðir, rólegir og mjög góðir.


Enn hefur ekki komið um lækninn Quentin Costa og Kit McGraw, en bíð ég spenntur eftir að eitthvað um “The Carver” komi í næstu þáttum.


Annars var þetta mjög fínn þáttur – Kannski ekki mikið um spennu, en hefur þó þenna Nip/Tuck brag sem við þekkjum öll.
The Anonymous Donor