Joss Whedon Stutta sagan

nafn – joe whedon
fæðingardagur – 23/6/64
fjölskylda – pabbi [tom] mamma [óvitað] bræður [zachany og jed]
útskrift – Wesleyan University, Connecticut [87]
ást – kai cole [gift]
gæludýr – kettir [vinnie + agravane + tok + sanjha]


Langa sagan

Joe Whedon fæddist þann 23. júní árið 1964. Hann var alinn upp á Manhattan þar sem hann horfði á sjónvarpsþætti eins og Masterpiece Theatre og Monty Python. Áhugi hans á ofurhetjum, draugasögum og öðru álíku var virkilega óvenjulegur, jafnvel fyrir krakka. “It was deeper, more consuming than other children,” sagði hann. “While they were outside playing, I was indoors, fascinated by a large stack of comic books.”

Whedon sótti hinn glæsilega Riverdale High School í New York. Það var versti tími lífsins fyrir hann. Hann lýsti sjálfum sér sem “painfully shy” og finnur ekki eina ánægjulega stund á meðan þessum árum stóð. “I was one of those kids who no one pays attention to, so he makes a lot of noise and is wacky. But I was funny; I wasn't totally annoying,” sagði hann. Þó að framhaldsskólinn (high school) hafi verið hryllingsmynd í hans augum, “Girls wouldn't so much as poke me with a stick.” Svo í staðinn fyrir að standa andspænis árum sínum, eyddi hann sínum einangraða tíma í að lesa myndasögur og bækur eftir höfunda eins og Frank Herbert og Larry Niven. Hann sagði að einu sinni i tíma, hafði hann teiknað sjálfsmynd þar sem hönd hans var að hverfa, því hann hélt að hann væri ósýnilegur gagnvart fólki og að enginn mundi nokkurn tíma elska hann. “Basically, high school is all about alienation and horror. I was very unhappy in high school all the time.”

Þegar hann var eitthvað hálfnaður með skólann, skipti hann í Winchester, drengja-framhaldsskóla í Englandi. Þó hlutirnir væru ekkert betri þar heldur en heima, náði hann að skrifa sitt fyrsta, og ókláraða, kvikmyndahandrit.

Hinn útskrifaði Joe fór svo í háskóla (collage). Hann lærði kvikmyndagerð í Wesleyan University í Conneticut árið 1987. Háskólinn reyndist vera ögn betri en framhaldsskólinn. “College rocked. I was miserable most of the time, but in a party way,” sagði hann.

Eftir að hann útskrifaðist úr háskóla, ákvað Joe að fara sama veg og fjölskylda sín og varð fyrsti þriðju-kynslóðar sjónvarps-handritshöfundur. Afi hans, John, skrifaði fyrir marga mismunandi þætti, eins og The Dick Van Dyke Show, The Donna Reed Show og Leave it to Beaver. Pabbi hans, Tom, framleiddi The Golden Girls og skrifaði fyrir The Dick Cavett Show, Alice and Benson. Á meðan skrifar eldri bróðir hans, Zachary, leikrit og vinnur með hæfileikaríkum leikurum eins og Tom Ritter.

Pabbi Joe hvatti hann til að skrifa sjónvarps-handrit (“So I could make enough money to move out of the house”). Blankur og atvinnulaus, flutti hann til borg englanna og ákvað að breyta nafni sínu í Joss, sem þýðir “heppinn” á kínversku.

Hann náði að lokum að vinna að nokkrum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum, þó að mesti árangur hans hafi komið með því að gera Buffy, the Vampire Slayer. Sjónvarpsþátturinn hreif með sér, ólíkt myndinni, aðdáendur allastaðar að og gaf Joss viðurkenningu og virðingu sem handritshöfund, leikstjóra og framleiðanda. Þó nær Joss, í sínum skyndilega árangri, að halda sér á jörðinni. Honum hefur verið hent inn í sviðsljósið, en hann notar þá leið til að halda sambandi við aðdáendurna. “I would rather have one person absolutely adore the myths of my fiction than have a bunch of people say, ‘Well, that was nice’ and forget about it. I think the fan base is strong. They give a shit. And that's what matters,” sagði Joss. Það snertir hann hve margir hafa virkilegan áhuga á þættinum og taka skoðanir sínar alvarlega, það mikið að hann á það til að breyta hlutunum, byggt á viðhorfi þeirra. “I'm always interested to see what people are responding to and what they're not. To an extent it does affect me.”
Í mars fékk þáttur Joss verðlaun sem the ‘Best Show Of All Time’ á the SFX Millenium Reader's Awards. Joss sýndi þakklæti sitt og góði íþróttaandinn sem býr í honum skein í ræðunni. Svona var ræðan (þetta er orðrétt ásamt athugasemdum frá Joss sjálfum):

Joss' Acceptance Speech

“What can I say? This is very exciting for us here at Buffy. It's a time of celebration. A time of gloating. A time of scrambling to take credit for stuff other people did (that's mostly me), of calling the producers of other shows, yelling, ‘You suck!’ and hanging up (that's mostly Alyson). Truth is, we work really hard to make the show good, to make the stories matter, and to make the stars look too sexy when they are in fact postulated homunculi.”

“Seeing how you guys have responded to the show is a great boost. It means a lot (no, I'm not being facetious, I'm being sencere now…imagine me…sincere!) It means a lot (okay, now i just sound angry…forget it). Thank you all for voting Buffy Bestest Ever Show. I secretly agree. I also agree that our actors are the best, and the sexiest…But i sort of have a thing for postulated homunculi. All love, Joss.”

Þó eru Buffy aðdáendur ekki þeir einu sem virða verk Joss. Hann er ekki aðeins vinsæll meðal gagnrýnenda [Buffy var 2. besti þátturinn að mati Entertainment Weekly, besti þátturinn að mati The Pittsburgh Post Gazette, 5. besti að amti TV Guide og einn af Topp Tíu í USA Today], heldur hefur snillingurinn bakvið þættina verið tilnefndur til þó nokkurra verðlauna, eins og The Horror Writer's Association's Bram Stoker Award og hann er skráður sem ein af topp tíu manneskjunum í Hollywood af Entertainment Weekly.

Og orð Joss um árangur sinn. "Basically, [to maintain everything] it just means I work harder. I was working 16 hours a day and now I work 16 hours a day, but more concentrated.“ Hann lýsir ástandinu á sér ”mentally exhausted“. ”I'm so burned out after the week, more so than before,“ sagði hann.

Það að framleiða þátt eins og Buffy gæti að sjálfu sér leitt að því að þið munduð halda að hann elski blóð og hasar, en maðurinn bak við myndavélina er ekki mikið fyrir það. ”[Though] I love horror movies, I love science fiction, I love fantasy. I love any world that is different from the one I'm in right now. I think I mostly love the supernatural because I don't believe in it at all, and therefore I love the escape of it.“

Joss finnst gaman að hlusta á ”movie scores" (?) og hrósar James Cameron, Sawnee Smith og Gene Colan. Uppáhaldshlutir hans eru meðal annars bókin Tomb of Dracula, gamla teiknimyndasagan Morbius og myndirnar Lost boys, The Matrix og endurgerð The Blob. Honum finnst The Night of the Comet vera ómetin, elskaði sviðsútgáfuna af The Langella Dracula og elskar Near Dark og Blade. Og, hann er líka hrifinn af geitum.

Eitt af því sem gerir Joss einstakan fyrir hans iðnað er löngun hans og elja til að vinna. Nálægt lokum Buffy seríunnar, var honum skutlað á sjúkrahús í neyðabotnlangaskurð. Strax og hann fékk að fara, fór hann aftur í stúdíóið, skrifaði lokaþættina, fyrir bæði Buffy og Angel, og hjálpaði til eins og venjulega í verinu [þá nefni ég ekki viðtalið við Rolling Stone tímaritið]. Árangur hans sem handritshöfundur er kraftaverki líkast, eins líka sem manneskja. Honum er lýst þannig að hann er niðri á jörðinni og vingjarnlegur. Með góðan húmor, þolinmæði og hugulsamur. En orðið, sem mest notað er til að lýsa honum, mundi vera snillingur. Og hann nær ekki aðeins að halda sig við jörðina, hann er einn af þeim indælustu, skemmtilega þróuðustu og farsælustu mönnum í bransanum. Hann þarf ekki að gera neitt, en hann mundi samt fá heiðurinn, en samt heimtar hann að fá að gera allt sem hann getur. “I'm always nice to everybody. Some days there is so much to do that I want to crawl into a womb. Everybody wants answers from me about a thousand different things. So sometimes, someone will ask, ‘So what prop should we use?’ and I'll freak out, ‘Why do we have to have props? Whatever happened to mime? Mime is a great art!’ During those times everybody's like, ‘Whoa, PMS on the Joss-man.’ But I get over it. Fortunately, the writing staff that I've got is the best you could want. Great stories, never cheap, never bullshit.” Sjáiði? Fyndinn og óeigingjarn [vinsamlegast gleymið partinum þar sem hann blótar]. Hann hugsar um gæði vinnu, ekki peninga eða frægðar, og metur virkilega góð skrif. Hann er líka sjálfskipaður “loser” þó við vitum öll að hann er hreinasti snillingur þegar að kemur vinnu hans. Hann á herskara af tryggum aðdáendum sem munu standa með honum, jafnvel í gegnum geimveru-ish flopp.
“Napoleon is always right!” -Boxer