*ræski mig vel, og vara við SPOILERUM*
Um leið og ég sá einhvern gefa PB 2 stjörnur af 5 varð ég að lesa þá grein, til að fá rökin á bak við það. Gott og vel, þátturinn er ekki fullkominn, en ég persónulega gæfi honum 3,5 eða 4 stjörnur, get ekki alveg ákveðið mig. En…
Handritshöfundar, ásamt höfundi þáttarins eru ótrúlega ófrumlegir einstaklingar sem ná að halda þáttinum uppi vegna þess að óreyndir sjónvarpsáhorfendur eru hrifnir að þessu.
Á maður að móðgast af þessu seinasta? Tek þetta ekki til mín, persónulega finnst mér hugmyndin á bak við þættina mjög frumleg, það sýnir ákveðin þroska að hugsa ekki “Núna ætla ég að búa til gróðamaskínu sem mun vera mjólkuð til hinsta dropa”, heldur stoppa aðeins, búa til grind sem nær yfir ALLT sem Prison Break mun verða, og fylgja því eftir (hefur verið fylgt hingað til). Ég er svo sannfærð um að þessir þættir munu ekki staðna, missa vinsældir og deyja út, heldur halda áfram út sinn fyrirfram ákveðna líftíma og fara út með reisn. Fyrsti þátturinn í 2. seríu styrkti bara þá skoðun mína.
En gott og vel, bara þín skoðun..
Tvær aðal ímyndir sem þátturinn stóðst við voru þáttaraðirnar 24 og Oz.
Hér hins vegar set ég stórt STOP skilti.
Hvernig er þátturinn líkur 24? Í stað þess að kryfja það sjálf væri ég til í að sjá þig svara því með rökum takk.
En hvernig hann gæti mögulega verið líkur OZ verð ég að tjá mig um, því mér fannst þetta svo fyndin samlíking. Aðalhöfundur þáttanna hefur MARGOFT sagt að þeir væru ekki að framleiða þátt um fangelsislíf, margt í þættinum myndi ALDREI gerast (t.d. það hversu lítil öryggisgærsla virðist vera í kringum fangelsislækninn, það að hún og Michael gætu daðrað svona út í eitt og verið þó nokkuð afskiptalaus þann tíma sem það hentar myndi ALDREI gerast) Þetta eru þættir um mann sem er að reyna að brjótast út úr fangelsi, en svo STRAX í byrjun annarar seríu er meginþema þáttarins snúið í það að fletta ofan af samsærinu. Auk þess eru margir aðrir þættir í gangi, sem eru óumflýjanlegar afleiðingar 1. seríu.
FOX eru fífl, I agree with you there, en á meðan Prison Break er í sýningu hjá þeim get ég ekki hatað þá alveg 100%. Sem er synd, ég er enþá bitur yfir Arrested Development…
Líkt og 24, skiptist þátturinn í tvennt. Annars vegar pólitíkin og saga aðalpersónunnar.
En Prison Break er um svo mikið MEIRA en bara eina einsleita aðalpersónu með eitt skýrt markmið, þó það sé síbreytilegt. (Jack Bauer). Þættirnir eru um mann sem býr til þetta “fullkomna” plan, en missir svo stjórn á því. Jájá, Michael leggur upp með sýna þröngsýni, sér bara takmarkið, að bjarga Lincoln út. En eins og sérst oft svo glögglega gerði hann ekki ráð fyrir mannlega þættinum í ráðagerðinni, hvort sem það er allur þessi aukafarangur sem hann þarf að endingu að taka með sér (hinir fangarnir), eða þá þau sambönd sem hann myndar við fangelsisstjórann eða lækninn.
Og að mínu mati er pólitíkin vel aðskilin frá öllu því sem gerist hjá föngunum að nokkrum hluta. Auk þess sem Reynolds forseti er að reyna að halda huluni á samsærinu er hún líka í sinni innbyrðis deilu við “The Company”. Og það verður bara gaman að sjá hvernig Agent Mahoney mun fléttast inn í það allt saman, geri ráð fyrir því allavegana.
Og æ, Steadman í fyrstu seríu passar ekki við þá ímynd sem þeir eru búnir að setja á hann núna, sem aumingjalegur lítill kall
Allir hafa rétt á sinni skoðun, en ég hefði viljað sjá aðeins meiri rökstuðning á bak við suma punkta, t.d. samlíkinguna við 24 (sem ég kom með skoðun á neðar í svarinu, þó ég hafi ekki ætlað mér það) Þegar það er verið að gefa þætti eins og Prison Break 2 stjörnur með þessa gagnrýni á bak við það má búast við svörun frá fólki.