“The Company” eru nokkurs konar samsæris samtök í Prison Break. Fyrir þá sem ekki vita er “The Company” eins og ég sagði áðan nokkurs konar samtök sem starfa undir huldu höfði og aðallmarkmið samtakanna er að reyna að ná valdi yfir efnahagslífi Bandaríkjamanna, og sjá til þess að Lincoln Burrows verði drepinn fyrir morðið á Terrence Steadman bróður Caroline Reynolds. Nú samtökinn eru með helstu ráðamenn Bandarísku þjóðarinnar innanborðs meðal annars Caroline Reynolds fyrverandi varaforseta Bandaríkjamanna. Ætla ég að kynna fyrir ykkur helstu persónurnar sem starfa fyrir þessi samtök og ætla ég að segja frá hlutverki þeirra í þáttunum og barasta persónunum sjálfum í hnotksurn. Njótið vel.
Caroline Reynolds:
Caroline Reynolds er varaforseti Banadríkjamanna í fyrstu seríunni. Caroline og “The Company” hafa sama markmið að koma Lincoln Burrows fyrir kattarnef fyrir að hafa drepið bróðir hennar. Á meðan að styttist í biðtíma Lincolns eftir að fá að setjast niður í rafmagnsstólinn býður Caroline sig til embætti forseta í heimabæ sínum í Montgomery,Illinois. Þessi ráðænska hennar fellur ekki í góðan jarðveg hjá forustumönnum “The Companny” og hóta að reka hana frá embættinu, en hinsvegar verður hún tekinn í embætti sem fertugasti og sjotti forseti Bandaríkjanna í 22.öðrum þætti í Prison Break eða seinasta þætti fyrstu seríunnar, eftir að hafi verið eitrað fyrir forsetanum.
Agent Paul Kellerman:
Paul Kellerman starfar fyrir leyniþjónustu Bandaríkjamanna og hefur það hlutverk ásamt félaga sínum Daniel Hale að sjá til þess að enginn reyni að hjálpa eða koma í veg fyrir að Lincoln Burrows verði drepinn í Fox River. Paul og Daniel drepa margar persónur sem hafa átt þátt í því að reyna að komast í botn í því,hjálpa eða koma í veg fyrir að Lincoln Burrows verði drepinn. Þar má nefna Bishup McMorrow, Lisa Rix og Adrian sem voru Móðir og stjúpfaðir Lincolns “LJ” Burrows og má nefna líka Leticia Barris. Að lokum drap Paul félaga sinn Daniel vegna þess að Daniel gaf Veronicu upplýsingar um morðið á Terrence Steadmen og “The Company”.
Quinn:
Í þáttunum er Quinn í fyrstu mjög góður og indæll maður, sjáum við hann fyrst í 11.þætti af Prison Break þegar hann kemur inn til þeirra Paul og Daniel en þeir voru staddir á hóteli og hafði Caroline Reynolds sent hann til þeirra til þess að hjálpa þeim að góma Veronicu og föruneyti hennar. En fyrr en varir fingurbrýtur Quinn, Paul og segir þeim félögunum að hann sé tekinn við störfum þeirra í bili. Þarna sjáum við að Quinn er grimmur, og miskunnarlaus maður.
Quinn drepur unnusta Veronicu, Sebastian til þess að ná Veronicu og fyrr en varir finnur hann Veronicu, LJ og Nick. Þegar hann kemur að þeim þykkist hann vera afar slasaður maður og hleypa þau honum inn, og þá byrja lætinn ( en eru Veronica, LJ og Nick í felum í kofa í einhvers konar skógi).
Quinn skýtur Nick og binndur Veronicu og LJ. Krefst Quinn þess að þau segi honum frá öllu sem þau hafa verið að rannsaka um “The Company” og allt sem þau hafa uppgvötað í máli Lincolns Burrows en þau harðneita. Endar þetta allt saman að LJ nær að ýta Quinn ofan í brunn, seinna koma Paul og Daniel og sjá hann ofan í bruninum en skilja hann eftir og deyr hann síðar.