Þar sem það hefur enn ekki komið inn grein um Prison Break, ætla ég að demba mér í það verkefni.

Prison Break er þáttur sem fjallar bæði um það sem gerist innan fangelsins Fox River og utan. Allt undir sömu söguni sem þættirnir fjalla um. Lincoln Burrows sem skuldar mikla peninga tekur að sér verkefni að drepa mann sem hann veit ekkert um til að fylla upp í skuldina sína. Maðurinn var enginn annar en bróður varforsetans í USA. Hann tekinn af lögguni en neitar söku en er svo fundinn sekur. Hann á því rúman mánuð eftir lifaðan þegar þættirnir byrja því að hann fékk dauðarefsingu. Bróðir hans Michael Scofield að nafni trúir fyrst því að Lincoln hafi framið morðið því að öll sönnunargögn benda á hann. Lincoln sver sjálfur til bróður síns að hann hafi ekki drepið manninn heldur hafi hann verið leiddur í gildru. Michael Scofield sem er byggingarverktaki sem vann við bygginguna á Fox River fangelsinu sem Lincoln var sendur í. Hann lætur tattúvera sig um allan líkama. Tattúinn sýnast bara vera eitthvað rugl með djöfli og eitthvað fleira. Þau eru hins vegar teikningarnar af Fox River og hann þarf á þeim að halda því hann ætlar að brjótast út úr fangelsinu með bróður sinn. Hann fremur því bankarán og er eitthvað að hanga bara í bankanum með því að sleppa því að flýja burt. Þannig að lögreglan nær honum. Hann fær 5 ára fangelsisdóm og biður um að fá að vera í Fox River fangelsinu. Hann fær það uppfyllt en lögfræðingur hans, Veroncia Donovan var ekki ánægð með Scofield fyrir að vilja gefast upp svo strax til að fá ekki aðeins mildari dóm. Hann hefur engan tíma í meiri réttarhöld því að hann þarf að nota þennan stutta mánuð í dauðarefsingu Lincolns til að brjótast út úr fangelsinu. Scofield er búinn að planna flóttan vel og hefur ákveðið að reyna fá til liðs með sér nokkra fanga til að gera flóttan aðeins auðveldari.

Hann lendir í klefa með Puerto Rikó manni af nafni Fernando Sucre og verður Scofield að fá hann til að vera með í flóttanum. Fernando sjálfur á kærustu utan fangelsisins sem er Hector frændi Sucre er mikið að reyna fá til að vera með sér. Þannig að Sucre vil ólmur komast út til að vera með henni, Delgado Cruz.

John Abbruzi er mafíuforingi sem fékk 120 ára dóm fyrir tvo morð eða hann fyrirskipaði þessi morð. Hann er harður í horn að taka og verður Michael að nota öll sín ráð til að koma sér í náðina hjá honum því að Scofield treystir á það að hann reddi þeim flugvél og öruggi þegar þeir eru flúðir.

Charles Westmoreland er gamall fangi sem flestir halda að sé D.B. Cooper sem rændi mörgum milljónum í ráni fyrir mörgum árum og hefur féið aldrei fundist. Michael verður að fá hann í hópinn ef hann er D.B. Cooper því að þá fær hann fullt af peningum.

——————

Þetta eru þeir helstu en það eru mikið fleiri sem eru í klíkunni og það er betra að vera ekki að segja mikið frá þeim því þá gæti maður skemmt þættina eitthvað fyrir aðra!
Sucre: “If you can get eight people out of prison, you can get my puerto rican ass out of this… can't you?”