Á sunnudag klukkan 22:05 byrja hreint æðislegir nýjir þættir á Stöð 2 sem nefnast Rome. Rome eru þekktir fyrir að vera mjög trúir mannkynssögunni og gífurlega vandaða vinnslu. Ekkert hefur verið til sparað við gerð þáttana og í framleiðslu þeirra var gert stærsta úti standsett sem gert hefur verið. Gífurleg rannsókn var gerð á rústum hér og þar í rómarveldi til að ná öllum byggingum, litum og veggjakroti rétt.
Þættirnir sjállfir eru í tímabili Júlíus Sesars sem er frábærlega leikinn af Ciarán Hinds. Á köflum eru þeir nokkuð ofbeldisfullir eg nokkur atriði vel klámfengin en allt það er gert á smekklegann hátt og meira upp á að sýna tíðarandann.
Ég hef horft á fyrstu 10 þættina og get sagt að þetta er það besta í drama þættum sem komið hefur á síðasta ári. Hvort sem þú hefur áhuga á sögu eða góðum þáttum þá munt þú ekki verða fyrir vonbrigðum