*SPOILER uppí 5.seríu*
Angelus, 248 ára gömul vampíra gerð árið 1753 í Galway, Írlandi af Dörlu. Alvöru nafnið hans er Liam þegar hann var orðinn vampíra myrti hann alla í þorpinu sínu og fjölskyldu sína. The Master kallaði hann einu sinni: “The most vicious creature I ever met”. En eina örlagaríka nótt árið 1898 færði Darla honum sem gjöf unga sígauna stúlku. En þessi stúlka tiheyrði hópi sem kallaði sig Kalderash, og þessi hópur hafði aðgang að fjölda af göldrum. Sem hefnd settu þau bölvun á Angelus sem færði honum sál sína aftur, svo hann mundi þjást að eilífu með það á samviskunni sem hann hafði gert öllu þessu saklausa fólki.
Árið 1996 hittir Angelus sem kallar sig sjálfan Angel djöfulinn Whistler í Los Angeles. Whistler skorar á Anel að breyta “lífi” sínu og kynnti hann fyrir ungri stúlku Buffy Summers sem er vampírubani/blóðsögubani. Fyrst hjálpar Angel henni með vísbendingar en þegar tíminn líður fara þau að verða ástfangin af hvor öðru og halda að hlutirnir eigi eftir að ganga. Þar til nóttina sem Buffy á 17 ára afmæli, þá sofa þau saman og Angel missir sálina. Angelus fer tafarlaust aftur til “dóttur” sinnar Drusilla og “barnabarns” síns, Spike til að búa með þeim í verksmiðju. En af því Buffy lét honum líða eins og hann væri mannlegur byrjar hann að kvelja hana. En á meðan Buffy er loksins tilbúin að berjast við Angelus er hann að gera áætlun um að senda allan heiminn til helvítis með hjálp frá djöfli nefndum Acathla. Buffy veit að þegar Acathla hefur verið vakinn er eina leiðin til að stoppa hann blóð Angelus. Í seinasta bardaga Buffy og Angel er Buffy tilbúin að drepa hann þegar skyndilega, galdurinn sem besta vinkona Willow er að gera breytir öllu og Angelus fær sálina aftur. En Acathla er þegar vaknaður þannig að Buffy er neydd til að senda ástina sína til helvítis.
Eftir mörg ár í þjáningu snýr Angel Angel aftur frá Helvíti. Buffy finnur hann og sér m hann. Ást þeirra var ennþá til staðar en þau mega aldrei láta undan freistingunum vegna vitneskju þeirra um hvað gæti gerst. Og eftir erfiða baráttu við borgarstjórann ætlar Angel að fara til LA til að byrja nýtt líf án Buffy.
Í LA setur hann á fót skrifstofu með Cordeliu Chase og Doyle og með hjálp þeirra berst hann við ill öfl. En Doyle fórnar sér fyrir fjölskyldu af góðum djöflum og Angel finnur enn fyrir erfiðleikum þess að hafa sálina. Í stað Doyle kemur Wesley, fyrrverandi vaktari sem þekkir Angel og Cordeliu frá Sunnydale og síðar fær liðið fjórða meðliminn Charles Gunn. Árið 2001 rís Darla frá dauðanum og reynir að taka sál hans frá honum aftur. Því miður fyrir hana (og kannski fyrir okkur líka) gerist ekkert þegar hann sefur hjá henni.
….Seize the moment cause, tomorrow you might be dead….