Grey's Anatomy Grey's Anatomy eru bráðskemmtilegir læknaþættir sem Stöð 2 mun taka til sýninga innan skamms. Þetta eru dramaþættir í léttum dúr með smá skvettu af sápu til kryddingar.

Þar segir frá hópi læknanema sem eru að hefja störf sem skurðlæknar við sjúkrahús í Seattle í Bandaríkjunum. Titillinn á þáttunum vísar í hina hæfileikaríku Meredith Grey en móðir hennar var sjálf virtur skurðlæknir. Einnig koma við sögu hin metnaðarfulla Cristina Yang, fyrrum módelið Izzie Stevens, hinn óframfæri George O'Malley and karlrembusvínið Alex Karev. Samkeppnin um að krækja í bestu skurðaðgerðirnar er hörð og þótt þau þurfi oft að treysta á hvort annað grípur sjálfsbjargarviðleitnin gjarnan völdin.

Þegar þættirnir hefjast er Meredith (Ellen Pompeo) nýbúin að eyða nóttinni með manni sem hún hitti á bar. Hann reynist (að sjálfsögðu) vera yfirmaður hinnar (leikinn af Patrick Dempsey) og fyrst árið hennar á spítalanum ætlar því að verða þyrnum stráð. Það hjálpar svo ekki að hin fullkomna móðir hennar er illa haldin af Alzheimer og þar sem hún vill ekki að nokkur maður viti af því þarf Meredith að axla alla ábyrgð af veikindum móður sinnar sjálf.

Meredith: [um samleigjendur sína] I can't stand them.
Christina: Why? What do they do?
Meredith: Do? They do everything! They act cute, and watch movies together, and talk, and laugh, and share food, and… breathe…
Christina: Get rid of them.


Christina (Sandra Oh sem tilnefnd var til Emmy verðlauna fyrir hlutverk sitt) er besta vinkona hennar því hún kann að meta það að Meredith er næstum jafn metnaðarfull og kaldhæðin og hún sjálf. Helsti veikleiki hennar er sá að hún á ekki gott með að höndla fólk og þá sér í lagi sjúklinga.

Christina: You are eight feet tall. Your boobs are perfect. Your hair is down to there. If I was you I would just walk around naked all the time. I wouldn't have a job, I wouldn't have any skills, I wouldn't even know how to read. I would just be… naked.
Izzie: It's makeup. It's retouching.
Christina: You get that we hate you, right?


Iobel, “Izzie” (Katherine Heigl), er blíð og gullfallega stúlka sem á stundum erfitt með að sannfæra sjálfa sig og aðra um að hún sé fullfær um að takast á við starfið. Útlitið hefur ekki hjálpað henni að komast áfram þótt módelstörfin hafi borgað fyrir námið.

Izzie: (við sjúkling sem ældi á Alex) You are so my favorite person today!!

Alex (Justin Chambers) er sennileg ágætisskurðlæknir en hann er svo uppfullur af eigin ágæti og ágengri greddu að erfitt er fyrir hina að þola hann nema í litlum skömmtum.

Alex: What are you doing?
George: Hiding
Alex: From what?
George: One of the first class patients. He likes me.
Alex: Oh good
George: No I mean he LIKES me.
Alex: Right, go for it man, I'm down with the rainbow
George: I'm not gay!


George (.R. Knight) er góður strákur og stelpurnar þrjár koma fram við hann eins og litla bróður - eða það sem verra er - litlu systur. Hann á í mestum vandræðum með að sanna gagnkynhneigð sína fyrir þeim og ekki einfaldar það málin að hann kollfellur fyrir Meredith á fyrsta degi.

Að auki koma við sögu þrír læknar sem reyna eftir bestu getur að gera þessum 5 lífið leitt og gera þau að betri skurðlæknum. Áðurnefndur Derek Shepherd, Miranda Bailey (Chandra Wilson) sem hefur viðnefnið “nasistinn” og Preston Burke (Isaiah Washington.)

Fyrst serían af þáttunum taldi einungis 9 þætti enda var ekki byrjað að sýna þá úti fyrr en núna í vor. Þrátt fyrir góða dóma hafa þeir ekki verið jafn svakalega vinsælir og aðrir nýir þættir á ABC (Lost og Desperate Housewives) en þó gengið það vel að von er á nýjum þáttum með haustinu.
——————