Tattoo í Angel Ég skipti þessu bara niður í Buffy og Angel. Hérna kemur Angel (eða það sem ég hef).

David Boreanaz (Angel)

Svo best sem við vitum, hefur David ekki nein tattoo, en Angel hefur eitt æðislegt staðsett á hægra herðablaði sínu. Það er stór Keltneskur Gryphon sem heldur á stafnum ‘A’ (fyrir Angel?) milli leggja sinna. Gryphon er í rauninni guðinn Phoenix, en sagan bak við hann er að fuglinn Phoenix (Fönix) reis upp úr ösku. Sem þýðir: Þegar þú deyrð, kemur þú aftur einhvern daginn ef þú ert nógu sterkur. Eins og Angel sem vampíra, svo það mætti halda að Angel fékk þetta gert þegar hann varð vampíra. Það var sennilega gert þegar hann var í Írlandi með Dörlu en ekkert er almennilega vitað um það.

Áhugaverð staðreynd: Joss Whedon bað um að tattoo yrði gert fyrir Angel og Todd McIntosh bjó til böns af þeim og valdi gryphonið. Seinna, þegar tökur á þættinum Angel í 1. seríu stóðu yfir, eftir að tattooið hafði verið sett á David, var Joss svolítið sjokkeraður og sagði að hann hafði aðeins viljað mjög smátt tattoo, eins og músasmára (þjóðartákn Írlands) eða eitthvað af þeirri stærð. En þeir ákváðu að halda sig við þetta tattoo því þeim fannst það hæfa svo Angel.
Farið hingað ef þið viljið sjá góða mynd af því tattooià http://lavender.fortunecity.com/rampling/271/Tattoos/d2.jpg

Það hafa margir séð myndina af David þar sem hann er allur málaður, út í gegn. Hún er vonandi þarna uppi í horninu. Allir eru forvitnir um þessar myndir, og hér er sagan, sem ég veit, bak við þær.
Þessar myndir voru gerðar áður en Buffy hafði nokkurn tímann farið í loftið. Einhver ljósmyndari frá Ástralíu spurði David hvort hún mætti mála líkama hans og taka nokkrar myndir fyrir eitthvert verkefni. David samþykkti að gera þetta og ljósmyndarinn málaði líkama David með alls konar munstri og tók svo nokkrar myndir. Þegar ljósmyndarinn var beðinn um að rifja þetta upp sagði hún að hárið hans hafði verið miklu síðara á þessum tíma og hann hafði ekki verið mikið að leika.


Charisma Carpenter (Cordelia)

Charisma hefur fallega sól með æðislegum litum staðsetta niðri á mjóhryggnum. Tattooið hennar Charismu er ‘stylized’ ímynd af sólinni, í orange, gulum og nokkrum dekkri litum. Það er andlit inni í sólinni. Það virðist vera næstum því Aztec áhrifuð hönnun. Hún hefur aldrei talað um tattooið sitt, svo merking þess eru bara vangaveltur núna en ég veit að hún fékk sér það eftir 3. seríu af Buffy. Tattooið er ekki hulið þegar Charisma er í Angel og það er auðvelt að sjá það í ýmsum Angel þáttum, eins og “Parting Gifts”.

Hún er einnig með tattoo á vinstri únlið sínum. Það er einhvern megin perluband eða eitthvað slíkt sem er í svörtum og gráum litum. Einnig er kross sem hangir í því partur af tattooinu. Hún fékk sér það til að minna sig á að vera alltaf á andlegum stað. Svona svolítið “out there” tattoo fyrir leikkonu!

*Eftirfarandi málsgrein inniheldur spoiler fyrir síðasta þáttinn í 1. seríu Angel.*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
Í Angel þættinum “To Shansu In L.A.”, setti undirheima herrmaðurinn Vocah tákn sitt á Cordeiu í formi þessa tattoos (http://lavender.fortunecity.com/rampling/271/Tattoos/c5.jpg). Af því að tákn Vocah var á henni, gat hann stjórnað hugsunum hennar og neytt hana til að sjá allar sársaukafullu sýnirnar sínar af fólki haldið sársauka og þjást allstaðar. Tattooið hélt sínum stað á Cordy þangað til Wesley las frá the scroll of Aberjian og þá hvarf það bara. Það var á vinstri hönd Cordeliu.


Eliza Dushku (Faith)

Ég veit ekki hvort Eliza sé með tattoo því heimildir mínar um hana eru svoliítið gamlar, og segja að hún væri að hugsa um að fá sér tattoo þegar hún yrði 19 ára svona eiginlega “tribute” til fjölskyldunnar. Hún er núna að verða 21 árs (30. desember) og ekkert meira um það að segja.

Faith hins vegar, er með tattoo á miðjum hægri upphandlegg. Við höfum ekki fengið neina sögu bakvið það tattoo en hún fékk sér það örugglega á táningsárunum (kannski þegar hún varð slayer?). Þú getur farið hingað (http://lavender.fortunecity.com/rampling/271/Tattoos/nika.jpg), en þetta er tattoo sem fan fékk sér til að vera eins (ég er ekki með hennar aðgengilega). Það er flokkað sem ættbálka hönnun og er auðveldlega fundin í allmörgum tattoo stofum.
“Napoleon is always right!” -Boxer