Tattoo í Buffy Margir í core castinu í Buffy og Angel hafa tattoo, og einnig karakterar þeirra. Nú ætla ég að segja frá þeim nokkrum. Ég ætla að senda þessa grein í tveimur pörtum svo ég geti sett tvær myndir inn á þær. Sorry!


Sarah Michelle Gellar (Buffy)

Sarah sjálf er með 3 aðskilin tattoo. Eitt á hægri mjöðm (frekar lengra inn á bakið), eitt á vinstri mjöðm og það fyrsta sem hún fékk sér er á ökklanum.

Tattooið á ökklanum er tákn fyrir endi á erfiðu sambandi og Söruh fannst að hún þyrfti og merkja þetta samband á einhvern hátt. Það er Tao merkið fyrir Þolinmæði. Það á að vera rýtingur fyrir ofan hjarta. Umtalað tákn er í meginatriðum táknið fyrir Þolinmæði, og nýtir sér stafinn venjulega þýddan sem “hjarta”. “Hjarta” er grunnur fyrir mörg orð og getur einnig verið túlkað sem “hugur” því það er haldið að hjartað stýri allum mannlegum hugsunum og gerðum. Annar hluti táknsins er hnífurinn, einnig kallaður “jen”, (stafað með öfugu ‘v’ “accent over the ‘e’”(ekki alveg viss með þetta)) sem beinist niður að hjartanu. Þessi hluti, hnífsblaðið, getur einnig táknað Umburðarlyndi; kínverska tungumálið gerir engan greinamun á milli þess og þolinmæði, því sterkt hjarta er einnig umburðarlynt. Fyrir Söruh stóð það fyrir það að hjartað er mjög viðkvæmt og getur auðveldlega brotnað. Þetta er fyrsta tattooið sem hún fékk sér, en það kemur aldrei fram hve gömul hún var þegar hún fékk það.
Til að sjá það vel farið hingað à http://lavender.fortunecity.com/rampling/271/Tattoos/s71.jpg

Seinna tattooið er kínverska táknið fyrir heilindi; heiðarleika. Það mælist ein tomma að lengd og er alveg svart. Áður en Sarah fékk sér þetta tattoo, hafði hún í viðtali við Rolling Stone sagt að þó hún ætti tíma, væri hún ekki viss um hvort hún ætlaði að gera það. Hún hafði skoðað það í kínverskra tákna bók áður en hún fékk sér tattooið. Það er hægt að sjá það dauflega í Buffy þættinum “The Freshman” þegar Buffy fellur frá þaki niður í bæli Sunday, á hægri mjöðm hennar (aðeins inn á bakið).
Til að sjá það farið hingað à http://lavender.fortunecity.com/rampling/271/Tattoos/s8.jpg

Þriðja tattooið var gert um október 1999. Sumir segja að það sé Keltneskt og sumir segja að það sé Egypst (eða eitthvað svoleiðis) Hieroglyphics, en enginn veit hvað það þýðir. Það er staðsett á hægri mjöðm hennar og er tvær tommur að lengd.

Venjulega eru tattooin henar Söruh falin þegar hún er í hlutverki sínu sem Buffy.

Buffy hefur aðeins fengið eitt tattoo sem hún fékk á junior ári sínu í High school. Hún var tattoouð með tákninu af Eyghon af Ethan Rayne í þættinum “In The Dark”. Það var gert allt svart með flösku af bleki og venjulegri nál. Það var gert fríhendis og sem betur fer var Ethan nógu mikill listamaður til að búa til þokkalegt afrit. Það var á hálsi hennar og var sett þar til að draga athygli Eyghon frá Ethan. Buffy var ekkert of ánægð með tattooið og lét fjarlægja það seinna.


Nicholas Brendon (Xander)

Myndin í horninu er úr Buffy þættinum “Beer Bad”, og þar geturðu séð svarta klessu inná hægri upphandlegg. Það lítur út fyrir, í nærmynd, að vera alveg svart tattoo sem lítur næstum því út eins og akkeri, eða sverð með eitthvað vafið um sig.

Nick er með annað tattoo. Hann er með krosss tattoo á hægri öxl sinni með gimsteini í miðjunni.

Xander er ekki með nein tattoo.


Anthony Stewart Head (Giles)

Tony er með tattoo á bakinu. Það er á vinstri herðarblaði hans. Ég hef engar meiri upplýsingar um það.

Giles er með tákn Eyghon tattooað á inná vinstri upphandlegg sinn.
Sagan bak við tattooið: Þegar Giles var rúmlega tvítugur, urðu hann og vinir hans áhugasamir um drýsla og að kalla þá fram; inn í líkama hvers annars. Það var hin æðsta víma fyrir þá og þeir tattoouðu sig með tákn Eyghons til að gera það auðveldara fyrir Eyghon að taka yfir líkama þeirra. Að lokum tók Eyghon yfir Líkama eins af vinum Giles og voru hinir neyddir til að drepa hann. Ethan Rayne var líka í þessum hópi. Vinirnir skildu að lokum og hafði ekki heyrst af Eyghon síðan þá, þangað til vinur Giles kom til Sunnydale, sýktur af Eyghon. Angel náði svo að drepa Eyghon með því að kirkja hann og láta drýsilinn inni í sér berjast við Eyghon.


Alyson Hannigan (Willow)

Alyson sjálf er með fjögur tattoo þó karakterinn hennar, Willow, hafi engin.
Inná hægri ökkla hennar eru tveir höfrungar.

Hún er með annað neðst á mjóhryggnum, líkt og Charisma, sem er Japanska kanji táknið fyrir lukku og hamingju.

Það þriðja er skjaldbaka sem er á öðrum fæti hennar.

Það fjórða er aftan á hálsinum og er um 4 tommur á lengd og ein og hálf að breidd. Ég hef ekki hugmynd af hverju þetta er.
“Napoleon is always right!” -Boxer