Þetta er mín nýja fíkn..
Góðir þættir með drama- og alveg hryllilega góðum spennuþáttaívafi..
Leikarar í úrvalsflokki,
og það gladdi mig mjög að sjá aftur leikkonuna sem lék Kimberly í Melrose Place sem Bree Vandecamp og Teri Hatcher sem gerði það gott sem Lois Lane í Superman þáttunum sem voru sýndir á stöð 2 þegar ég var yngri :D
-
þegar ég settist niður til að horfa á fyrsta þáttinn.. þá var ég ekki viss um hverju ég ætti von á.. var búin að sjá þær stöllur koma fram í Oprah og leist vel á þann “trailer” sem sýndur var þar ..
En fyrsti þatturinn var mjög góður, eins og hinir eru nu líka..
en það var ekkert gefið upp.
ég er búin að horfa á alla þættina upp að 13. og ennþá er ég jafn spennt!
tip-top söguþráður og frábærir leikarar, vel komið að þessum þáttum í alla staði..
Mary Alice, sú sem framdi sjálfsmorð talar ennþá inná þættina, segir söguna þ.e.a.s, og það hef ég ekki séð áður.
Susan er skondnasta týpan að mínu mati,
hún er svona líka “desperate” og reiðir sig algjörlega á 13 ára dóttur sína eftir að maðurinn hennar skildi við hana fyrir aðra konu.
í fyrstu þáttunum flytur þessi líka folalegi pípari inn á Hysterialane, og líf Susan fer að snúast um það hvernig hún geti heillað hann upp úr skónum. en fljotlega fer að bera á því að hann er ekki alveg allur þar sem hann er séður.
(ég ætla ekki að segja meira frá honum, þá er ég að skemma fyrir ykkur hinum)

Bree Vandekamp er frábærlega pirrandi og skemmtilegur karakter í þáttunum.
utanfrá séð er hún þessi ljúfa húsmóðir, sem skilar engu frá sér nema það sé 10000%.
Snemma fer að bera á því að maðurinn hennar er kominn með nóg af þessarri fullkomnu eiginkonu,
og það er e-h að angra hann í samskiptum við konu sina.

Gabriella Solis er alveg rosalega falleg kona,
var módel og fyrirsæta á framabraut á sínum yngri árum, giftist moldríkum manni, sem getur gefið henni allt sem hún óskar sér..
e-h er samt að hrjá hana við hjónabandið,
því hún heldur við 17 ára garðyrkjumanninn (strákinn..) sem er btw alveg virkilega flottur! :D

Lynette er þessi ofurþreytta mamma,
var háklassa buisness kona áður en hún eignaðist börn. Núna situr hun heima með 4 stráka.
sem eru algjörir óþekktarangar.
semsagt erum komin með þessa algengu þreyttu og yfirbuguðu mömmu.
að sjálfsögðu hjálpar maðurinn hennar henni ekkert. :P

Edie er druuusla :D
dræsan sem maður sér svo oft.
það sem lýsir henni vel er þegar hún fer út að þvo bílinn sinn i hvítum bol, þegar sæti píparinn er að vinna í garðinum.
allt saman til að bögga hana susan :)


vona að þetta hafi verið í lagi og leshæft :)
vil endilega heyra í fleiri aðdáendum Aðþrengdra Húsmæðra :D hehehe ;)
Kv. Ellena -,-'-@
Ekkert sem ég skrifa er í samhengi ?