Þá er sögunni lokið, eða er hún kannski rétt að byrja? Ég hallast að því síðarnefnda, ekki bara vegna þess að ég er fan nr.1 heldur líka vegna þess að það vantaði alla lokun á söguna …
Við vitum þó núna að það voru hvorki geimverur né guðir sem rændu þessu fólki heldur voru það menn úr fjarlægri (amk miðað við tæknina) framtíð … þegar mannkynið er að deyja út vegna einhvers sem á sér upphaf í nútímanum … með vísindalegum rannsóknum fundu menn framtíðarinnar það út að vegur glötunar mannkyns hófst á þessum síðustu og verstu tímum!
En pælið í einu … ef þið væruð geimverur, sem hefðu verið að ræna fullt af mannfólki til að undirbúa allsherjar innrás eða genabætur, væri þá ekki snjallræði að slá á ótta innfæddra við hið óþekkta með því að þykjast vera þeir sjálfir komnir úr framtíðinni??? Maður myndi ekkert segja „Góðan daginn Tom, ég er geimvera sem hef tekið mér bólfestu í syni þínum og rænt og genabreytt frænda þínum auk fjölda annarra. En þú þarft samt ekkert að óttast, þetta kemur þér og öllum öðrum vel!“ … nei ég er hrædd um ekki, allt myndi snúast um þá staðreynd að þetta væru GEIMVERUR og það hvort að þetta væri gert til hjálpar mannkyni, eða ekki, yrði algjört aukaatriði … þeir sem eftir eru af hinum 4400 hefðu verið teknir og skotnir á staðnum! Sérstaklega þar sem sögusviðið er Ameríka nútímans!
Ég er því ekki alveg tilbúin til þess að kaupa skýringu „Kyle“ í hvíta ljósinu … ekki nema plottið sé þá kannski að allir þeir Guðir sem mannkynið þekkir séu í raun menn úr framtíðinni að grípa inn í þróunina til að reyna að koma í veg fyrir einhver ósköp! Þannig að til dæmis Jesú var þá einn genabreyttur maður, sem ætlað var að hafa einhver bylgjuáhrif sem myndu koma í veg fyrir eitthvað hræðilegt …
Svo er eitt annað … Shawn „eyðilagði“ plön framtíðarfólksins um að gera Kyle að sendiboða, sem myndi starfa í gegnum föður sinn … hafði það engin áhrif á heildarmyndina? Að þeir sátu uppi með „vitlausan“ 17 ára strák, sem gæti ekki verið þessi sendiboði, meðal annars vegna þess að samskipti hans við Tom strax í upphafi voru mjög stirð og lituð af því að þegar Shawn hvarf lá Kyle eftir í óútskýranlegu dái! … og ef þeir tóku vitlausan af hverju var honum þá skilað til baka með þessa lífgunar/drápskrafta? Bara til þess að vekja Kyle? Ef svo er, af hverju er hann þá með drápskrafta líka? Voru þá ekki endurlífgunarkraftar nóg???
Pointið með þessu öllu er: Breytti það engu fyrir ætlun „framtíðarmannanna“ að þeir misstu af Kyle en fengu Shawn í staðinn?
Eitt enn, hvurslags lélega framtíðartækni er þetta að hafa ekki bara tekið Kyle strax líka! Að skilja hann þarna eftir í einhverju dái, með einhverjum aumingjans manni inn í sér í 3-4 ár!! Eða voru tímaflakksförin kannski bara ætluð til þess að flytja einn? Af hverju gátu þeir þá skilað öllum 4400 í einu? Annað, af hverju tóku þeir Kyle þegar hann var svona nálægt annarri manneskju? Þeir hljóta að hafa gert ráð fyrir því að ef einhver horfir upp á þetta að þá gæti hann truflað prósessið! Aðrir sem voru sýndir beemaðir upp þeir voru einir … Mayia var að týna blóm inn í skógi, Richard var einn og yfirgefinn bundinn við staur inn í tjaldi, Orson Bailey var að fara inn í bílinn sinn einn … en Kyle sat við HLIÐINA á Shawn! Ætluðu þeir kannski allan tímann að taka þá báða? Gerðu þeir bara einhver mistök í beeminu? Eða eru þeir barasta svona vitlausir?!?
Hvað var þetta með að tréin sveigðust? Er þetta einhver kraftur/hæfileiki sem barnið býr yfir eða var þetta bara lotning trjánna? Veit ekki hvar ég stend í þessu máli … áhugi Jordans Collier á þessu barni er líka aðeins OF mikill … hvað veit hann sem við vitum ekki? Hann er alltof gruggugur og ég gruna hann um græsku … ætlar örugglega að notfæra sér krafta 4400 hópsins, eins og þegar Shawn bað um að fá að vera þá sagði hann „Já, auðvitað … en hvernig segiru að kraftarnir þínir virki?“ … Honum er sko EKKI umhugað um velferð þeirra brottnumdu, heldur eru einhverjar aðrar mótivationir að baki!
Ein vangavelta í lokin … virkar þessi lífgunar/drápskraftur þannig að ef Shawn er reiður og snertir þann sem reiðinni er beint að, að þá tekur hann lífið, en ef honum er umhugað um þann sem hann snertir að þá geti hann læknað þá, veitt þeim líf? Bara pæling því að hann lífgaði við fuglinn, sem hann vorkenndi, læknaði brunasár Nikki, sem hann er skotinn í, og vakti Kyle úr dáinu, en þar sem þetta er frændi hans og vinur skulum við ætla að honum þyki vænt um hann. EN svo saug hann lífið úr þessum strák í skólanum, sem hafði verið að bögga hann og rífast við hann, og svo LÍKA úr Danny … en hann er bróðir hans svo að honum getur nú varla verið eins illa við hann og þennan strák, en engu að síður er hann kannski ósáttur við hann því hann hefur ekki alveg verið að taka honum opnum örmum (kannski vegna þess að hann hefur skynjað spennuna milli Nikki og Shawn) og var nú líka að berja hann í klessu! svo hann hefur líkast til verið orðinn reiður áður en hann ýtti á hann … Við skulum bara vona að þessir kraftar verði ekki virkjaðir til ills af Jordan Collier!!!
En eitt er víst ég bíð óþreyjufull eftir meiru:-)