Jessica Alba fæddist í Pomona, CA 28. apríl 1981. Hún fluttist meðan hún var ennþá mjög ung til Biloxi, Mississippi. Þremur árum síðar flutti hún aftur til Californiu, síðan til Del Rio, Texas þangað til loksins aftur til suður Californiu þegar hún var 9 ára. Ástfangin af hugmyndinni að verða leikkona frá fimm ára aldri var hún aðeins 12 ára þegar hún fór fyrst í leiklistarskóla, 9 mánuðum seinna fékk hún umboðsmann. Jessica kom fyrst fram í kvikmynd árið 1993 í gamanmyndinni “Camp Nowhere”. Hún var bara ráðin í aukahlutverk en fékk óvænt aðalhlutverk. Fyrsta sjónvarpshlutverkið hennar var í vinsælu gamanþáttaröðinni “The Secret World of Alex Mack” árið 1994. Þar lék hún snobbhænsni sem tileinkaði líf sitt því að gera líf Alex Mack ömurlegt. Þetta sama ár fékk hún hlutverk í “Flipper” og lék þar Maya. Snemma árið 1998, kom hún fram í “Brooklyn South”, og lék þar Melissu. Nokkrum mánuðum seinna fékk hún hlutverk í “Beverly Hills 90210”, sem Leanne. Einnig í tveimur þáttum að “The love boat”.
Árið 1999 lék hún í tveimur kvikmyndum, “Never been kissed” og “Idle hands”. Núna er hún eins og við vitum að leika í “Dark angel” og í “Paranoia”
Michael Weatherly (Logan Cale / Eyes Only):
Michael Weatherly fæddist í New York þann 8. júlí 1968. Hann bjó mest alla barnæsku sína í Fairfield, CT, hann hætti í háskóla til að reyna að meika það í leiklist. Hann hefur einnig mjög gaman af tónlist og lék í hljómsveit á meðan hann var að reyna að koma sér fram í kvikmyndaheiminum. Hans fyrsta hlutverk var sem herbergisfélagi Theo Huxtable í “The Cosby Show” og hlutverk í myndinni “Trigger Happy”. Þetta leiddi af sér fjölda gestahlutverka í sjónvarpi og færði hann til Los Angeles. Þegar hann kom til LA fékk hann hlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni “Significant Others”. Þá hitti hann leikstjórann Whit Stillman, sem réð hann í myndina “The Last Days of Disco”. Árið 2000 lék hann í “The Specials”, “Gun Shy” og “Venus and Mars”. Árið 1995 giftist hann Amelia Heinle og átti með henni son árið 1996. Þau skildu ári síðar.
Michael er sonur Michael Weatherly sem græddi milljónir á því að flytja svissneska vasahnífa til Bandaríkjanna. Þegar hann hóf leikferil sinn tók pabbi hans hann út úr erfðaskrá sinni.
Just ask yourself: WWCD!