Nýtt á stöð 2 The 4400 Jæja þá er stöð 2 að fara af stað og sýna nýja þætti í byrjun Febrúar, Þessir þættir heita The 4400, það eru aðeins búið að sýna 5þætti í Bandaríkjunum og fyrsti þátturinn var fékk mest áhorf nýrra þátta í Kapal sjónvarpi í Bandaríkjunum eða yfir 7,4 milljón áhorfenda, hann fékk einnig mjög góða dóma.

The 4400 segir sögu 4400 manns sem hafa verið brottnumin af geimverum eftir að þeim er öllum skilað aftur til jarðarinnar. Að sögn framleiðenda þáttanna fjalla þessar sögur um áfallið og breytingarnar sem fólkið þarf að fást við og einnig hvað gerðist og afhverju. Sumt af þessu fólki hefur orðið fyrir dularfullum áhrifum af brottnáminu og aðrir hafa öðlast ákveðna eiginleika, bæði góða og slæma, þannig að hluti af þáttunum mun verða að fylgjast með þessu fólki aðlagast breytingunum sem þau hafa orðið fyrir.

Þættirnir byrja þannig að stór ljósbolti nálgast jörðina óðfluga, en þrátt fyrir að búist hafi verið við að eithvað hörmulegt myndi gerast, þá birtast þúsundir af brottnumdu fólki sem hafa enga hugmynd um hvað hefur komið fyrir þau. Þau hafa verið í burtu allt frá nokkrum mánuðum og allt uppí tugi ára, en hafa ekki elst neitt.

Heimildir:
Og hana nú!