Þessi grein gildir fram að þætti 10 í Seríu 2 af One Tree Hill, og fram að þætti 8 í Seríu 2 af the OC (engir spoilerar - bara mín skoðun á þessum tímapunkti)

the OC: Oj hvað ég DÝÝÝRKAÐI OC í fyrstu Seríu. Ég póstsendi naríurnar mínar til Luke! Allir svo sætir og fyndnir og skemmtilegir og bara ÆÐI. Ennnn… ég er að fara að grenja yfir seríu 2, hún er ekki að gera sig það GERIST EKKI NEITT í þessum þætti lengur - í Seríu 1 var alltaf eitthvað í gangi, eitthvað spennandi eða fyndið eða nýtt eða ófyrirsjáanlegt - endalaus skemmtun. Mér finnst þátturinn hafa farið úr 5 gír í 2. eða 3. Endalaust slow-motion drama og væl *tear down cheek* moments, Seth segir varla brandara, Ryan er alltaf að læra(!!?), Marissa er að fá hrukkur af fýlusvipnum og Summer babe reynir en nær ekki að halda uppi gufu-djókinu ein. Aðrir karakterar fá ekki nógu mikin air-time í þættinum til að manni sé ekki skítsama hvort þeir lendi fyrir bíl… sumum myndi mar jafnvel hrinda! Það er ekkert af djúsí fyndnum nýyrðum (slang) - bara endurtekningar

Maður fær heldur ekkert meira innsýn inní karakterana og hvernig þeir eru (eins og þegar Summer með sjálfhjálpar ‘vibrating at a high frequency’ dæmið, Captain Oats, PeanutbutterCupCakes hennar Önnu og fleiri skemmtileg smáatriði) mann langar að sjá eitthvað sem er ekki alveg fyrirsjáanlegt eða sem maður hefur ekki séð áður, eða smá spennu build-up… Ég var bara að enda við að horfa á þátt 8 í season 2 og OJ! (eða euw! if you prefer ;) ) hann er sá arfaslappasti sem ég hef séð - total tímasóun ef ekki bara til þess að fylgjast með tímalínunni! Ég hélt fyrir nokkrum þáttum þegar hlutir fóru að gerast (eitthvað nýtt!) að season 2 væri komið í gang, en það hefur bara EKKERT gerst síðan þá nema drama og væl og leiðindi og nokkrir hlutir látnir gerast sem fara bara í taugarnar á manni. Því miður þá er the OC á niðurleið. Og ég er ekki heldur að fíla allt þetta OC Merhcandise eyddu-2000-kaddli-í-ljóta-OC-derhúfu dæmi.

ONE TREE HILL: sem ég afskrifaði sem eitthvað wannabe OC í byrjun er afturámóti á uppleið, hraðri uppleið. Enda á það EKKERT skylt við the OC. Bethany Joy Lenz er snilldar söngkona og lagasmiður og gaman að hafa hana með í þáttunum. Það er hægt að ná í nokkur lög með henni (ekki úr OTH) á netinu - check it out. Chad vandist fljótt, strákurinn er megabeib og er að fara að giftast Sophiu í alvörunni (Brooke og Lucas eru semsagt real life trúlofuð eftir 2ja ára samband og gifting plönuð í vor). Eftir því sem ég horfi meira á OTH þá finnst mér hann betri vegna þess að karakter byggingin er svo miklu sterkari. OC er svona þáttur þar sem týnda tvíburasystir Marissu gæti dúkkað uppi á geimskipi. OTH dílar við alvöru smábæjarvandamál og smábæjarmóral sem allir íslendingar geta samsamað sig. Það er sko alveg plentí djúsí sem að kemur upp í smábæjum ef mar grefur nógu djúpt… Svo eru ekki allir sona geðveikar stereótýpur, leikararnir eru betri - og þegar ég horfi á þættina þá finnst mér þeir vera að GERAST. Ég er að DEYJA mig hlakkar svo til 25. jan þegar næsti kemur út vegna þess að sá seinasti skildi eftir svo mikla spennu (sem einusinni mar fékk úr OC og OTH var bara tímafyllir)
Ég held bara að vegna þess að OTH er flóknari þá batnar hann með tímanum á meðan einfaldari hugmynd eins og búum-til-nýjan-beverly-hills-90210-og-látum-hann-gerast-í-OC á í erfiðleikum með að brenna ekki út…

pís