Út í gegnum aldirnar hefur ímynd vampírunnar ásótt drauma mannsins. Allt í kringum heiminn er hægt að finna margar mismunandi sögur af vampírunni.
Í Egyptalandi til forna, var talið að þeir dauðu myndu stundum snúa aftur úr undirheimunum, hreyfast um á nóttunni og af og til stela lífum óheppnra þorpsbúa. Í þessum heimi þar sem litið var á Faraóa sem guði, voru “hinir ódauðu” eða “the undead”, bara staðreynd lífsins.
Litið var allt öðruvísi á vampíruna í Suðaustur Asíu. Vampíran var drýsill sem heimsótti fórnarlömbin er þau sváfu, og saug svo úr þeim lífið. Það var víða talið að þessi skrímsli veiddu frekar menn, sem leiddi að því að menn tóku upp skrítinn sið þar sem þeir máluðu á sér neglurnar og báru fölsk augnhár á meðan þeir sváfu. Með því að breyta útliti sínu gætu þeir gabbað drýslana, og bjargað lífi sínu þar með.
Hefðbundnari útgáfa af vampíru þjóðsögunum átti upphaf sitt í fjallaþorpum í Austur Evrópu. Gamlar fréttir af vampírutíðni, stundum vísað til sem plágur, hafa átt sér stað alveg aftur í 17. aldar í Serbíu. Það virðist sem þeir dauðu hafi ekki alltaf haldist dauðir. Nýdánir einstaklingar sáust vappa utan borga og bæja. Eins og í Asíu, sóttu þessar ódauðu verur oft aðra þegar þeir sváfu, og drápu þá jafnvel stundum. Innfæddir kölluðu þær “nosferatu”.
Ólíkt hinni menningarlegu “cosmopolitan” vampíru sem við sjáum í bíómyndunum, voru þessar vampírur niðurníddar og rotnandi, og gátu breytt fórnarlömbum sínum í vampírur líka. Að lokum leiddi “vampíru faraldurinn” að iðju þar sem lík voru gröfuð upp og “drepin” með tréstjaka beint í hjartastað.
Vampíru sagan byrjar virkilega að taka nútímalegt form árið 1819, þegar “The Vampyre” (skrifað svona!!) kom út. Helguð Byron Lávarði, var Dr. Polidori seinna gefinn heiðurinn af sögunni, en hann var stundum í félagskap Byron. Aðalsögupersónan, Ruthven Lávarður, er aðalsmaður og hrifningarmáttur hans og misnotkun á konum setur tóninn fyrir komandi sögur: Vampíran sem sexúal vera.
Sennilega myndi frægasta sagan af þeim ódauðu er hægt að finna í sögu Bram Stoker, Dracula. Það er hugmynd Stoker um vampíruna – háttprúður, mikilfenglegur, rándýrslegur – sem við höfum séð í bíói. Það er þessi vampíra sem við höfum lært að þekkja.
Anne Rice skrifaði um aðeins öðruvísi vampíru. Vampíru sem sýndi tilfinningar, þrá, og jafnvel vorkunn. Hennar vampírur mundu sitt dauðlega líf, lifðu eftir reglum og urðu jafnvel ástfangnar.
Jafnvel þó að margar sögur séu til um vampírur og eðli þeirra, er eitt víst:
Mannkynið hefur verið með þá ódauðu á heilanum í margar aldir. Sagan um vampíruna læðist í skuggum ímyndunar okkar, og fyllir hjörtu okkar af hræðslu.
“Napoleon is always right!” -Boxer