D'Hoffryn
“D'Hoffryn is one of the lower beings. He made me a demon eleven hundred and twenty years ago.”
— Anya, í “Something Blue”
Hann sást fyrst í þættinum “Doppelgangland” í þriðju syrpu af Buffy the Vampire Slayer og sást síðan í þættinum “Somthing Blue” í fjórðu syrpu. D'Hoffryn er hluti af dímonaráði sem getur veitt venjulegum mönnum mátt og ódauðleika með því að gera þá að hefndarárum (hefndardímonum). Anya varð einn af þessum hefndarárum fyrir 1122 árum síðan. Hann bauð Willow þetta einnig en hún hafnaði boði hans, auðvitað.
D'Hoffryn býr greinilega yfir óvenjumiklum galdramætti til að fylgjast með því sem er að gerast í okkar heimi og hann getur líka flutt fólk úr okkar vídd í hans og öfugt. Víddin sem hann lifir í heitir Plane of Arashmaharr.
Núverandi staða hans er líklega sú að hann er að fylgjast með hefndarárum sem hann hefur skapaði í gegnum tíðina, og hann fylgist líka með hvort það séu einhverjir þarna úti í okkar heimi sem hann getur gert að hefndarárum.
Í þættinum “Something Blue” í fjórðu syrpu kastaði Willow galdri sem átti að fá Oz til að elska sig aftur, en afleiðingin var sú að allt sem hún sagði, gerðist. Ringulreið fylgdi í kjölfarið. D'Hoffryn var svo hrifinn af þessu–vegna þess að hann hélt að hún hefði gert þetta viljandi–að hann færði hana í sína vídd og bauð henni að gerast hefndarári eins og hann hafði gert við Anya.
“The pain and suffering you brought upon those you love has been inspired. You are ready to join us.”
— D'Hoffryn, í “Something Blue”
Willow neitaði, auðvitað, og D'Hoffryn skilaði henni aftur til okkar heima. D'Hoffryn gaf henni samt sem áður töfragrip sem hún gat notað til að hafa samband við lægri-verurnar (the lower beings).
“You change your mind, give us a chant.”
— D'Hoffryn, í “Something Blue”