Fyrir uþb ári síðan byrjaði ég að safna að mér Angel og BTVS. Þetta byrjaði allt með því að ég tók 3 þætti af 4 seríu og þeir lágu upp í hillu þangað til einn vinur minn kom og fékk þá að láni. Það næsta sem ég vissi var að hann og vinur hans höfðu farið í Nexus og tekið fyrsta, annað og þriðja season af BTVS og glápt á það í einhverju brjáluðu maraþoni yfir eina helgi. Ég dissaði þá nokkuð fyrir að vera að horfa á svona t33n rugl þætti en tók þá á orðinu með að sjá fyrir mig sjálfur. Viti menn, þetta er snilld, svo einskæð snilld að næstu mánuði tileinkaði ég mig í að hanga á netinu og finna alla þættina, allt frá seríu 1 og upp í seríu 5 og viti menn, það tókst. Ekki hef ég bara náð í alla BTVS þættina heldur er ég líka búinn að ná í Angel.
Fyrir rúmu ári síðan var uppi síða sem hét <a href=http://www.supplex.com>Supplex</a> og var fyrst og fremst síða þar sem hægt var að ná í console leiki fyrir Nintendo64. Stuttu seinna kom nýr maður inn í Supplex-hópinn og fór að búa til tv-rip af Voyager, X-Files og svo loks BTVS. Þarna náði ég einmitt í minn fyrsta BTVS þátt. Það var mjög erfitt að halda þessum þáttum online vegna þess að þeir voru hýstir á public vefsvæðum (http) og vegna eftirspurnar eftir þessu gáfust flest þau fyrirtæki upp á að hýsa þetta vegna þess að þeir höfðu ekki næga bandbreidd til að sinna öðrum viðskiptavinum. Supplex-menn dóu ekki ráðalausir og reyndu stanzlaust í ár að halda þessum þáttum online. Að lokum kom og Supplex gafst upp og ný síða tók við sem nefnist <a href=http://shadizar.free.fr>Shadizar.free.fr</a>. Shadizar sjálfur stóð sig mæta vel með því að halda áfram að dreifa Voyager og BTVS auk þess sem hann byrjaði með Angel. Það var svo sem The WB sem sýnir BTVS og Angel hótaði honum lögsóknum að hann tók allt efni sitt í burtu og er staðan þannig í dag. Hann er reyndar með nokkur “promotional video” úr þessu sem er í lagi en hann sér sé ekki færni í því að setja þessa þætti “online” aftur og hætta sér þannig út í lögsóknir.
Ég eyddi löngum tíma að leita á netinu (http) wise eftir þessum þáttum þar til ég var næstum því búinn að gefast upp en þá kom lítil fluga í kollinn á mér og mér minnti eftir gömlu góðu usenet binaries miðlurunum sem hafa verið í gangi síðan 1979. Ég keypti mér aðgang á <a href=http://www.newscene.com>Newscene</a>. Síðan fór ég á heimasíðu Xnews sem ég því miður man ekki hver er, einfaldast er að fara á <a href=http://www.google.com>Google</a> og slá inn “Xnews” til að finna forritið sem er hægt að niðurfæra án endurgjalds. Að nota usenet er ekki einfalt því að allar skrár eru tættar niður í texta og línur, nenni ekki að útskýra það frekar. Síðan notar maður Xnews til þess að sækja þessar textaskrár og decóða textann yfir í rar skrár sem síðan afpakkast yfir í videóskrár, annaðhvort MPEG,MPG eða AVI (DivX). Ef þið lesendur góðir komist svo langt að tengjast við newscene serverinn þá skal ég lofa ykkur að ef þið farið inn í grúppuna <b>alt.binaries.multimedia.buffy-v-slayer</b> þá muniði finna alla þættina og nýjustu þættina einnig degi eða tveimur dögum eftir að þeir eru sýndir í USA á The WB í frábærum gæðum. Þetta er gott samfélag þarna þar sem allir eru jafnir og allir hjálpast að með að leysa vandamál tengt niðurfærslum á þáttunum. Áskrift hjá Newscene er um 20$ á mánuði og miðaðst við 20GB download limit og ekkert speedlimit. BTVS 5x17 og Angel 2x17 eru komnir online, voru að detta inn undir hádegið. “I´m going fetching”
Ef þið hafið fleiri spurningar er ykkur velkomið að hafa samband við mig í prívat skilaboðum.
Kveðja
Dobbi
“Forget the Tribe, My Pants Have Spoken!”