- Þegar vampírur eru drepnar verða þær að ösku.
Eina undantekningin var Meistarinn, en beinin á honum urðu eftir.
- Það er hægt að drepa þær með eldi.
Í “Welcome to the Hellmouth” sagði Buffy að hún hefði kveikt í íþróttahúsinu í gamla skólanum sínum til að drepa vampírur sem hún hafði lokað inni.
- Þær brenna við snertingu við beint sólarljós.
Í flestum vampírusögum nægir bara smá snerting við dagsbirtuna til að drepa vampíru, en í Buffy og Angel þarf beina snertingu við sólargeisla í stutta stund til að drepa vampíru. Á mjög þungbúnum degi getur vampíra lifað í dagsbirtunni í tiltölulega langan tíma. Eða ef hún er með einhverja yfirbreiðslu yfir sér til að skýla sér fyrir sólarljósinu.
- Afhausun dugir til að drepa þær.
Það sást fyrst í “The Harvest”
- Viður í gegnum hjartað drepur þær.
- Heilagt vatn særir þær.
Í þættinum “Helpless fær Buffy vampíru til að drekka heilagt vatn og það brennir hana innan frá og drepur að lokum.
- Þær geta ekki breytt sér í leðurblökur eða breytt um form á neinn hátt.
Eina undantekningin sem ég hef séð var í þættinum ”Buffy vs. Dracula“ Þar hitti Buffy hinn eina sanna Count Dracula og hann gat breytt sér í leðurblöku.
- Ólíkt öðrum sögusögnum um vampírur þá eru vampírur ekki hræddar við rennandi vatn. ”Surprise“
- Þær sofa ekki í líkkistum eins og þið hafið kynnst í öðrum vampírusögum sbr. Dracula.
Angel: ”Vampires don't sleep in coffins. It's a misconception made popular by hack writers and an ignorant media. In fact, we can and do move around during the day, as long as we avoid direct sunlight.“
- Vampírur í Buffy/Angel sem og öðrum sögum sjást ekki í speglum. En Buffy/Angel vampírurnar hafa skugga ólíkt öðrum sögum.
- Það er hægt að mynda vampírur bæði á venjulegar myndavélar ”Helpless“ og kvikmyndatökuvélar ”Halloween“.
- Þó svo að þær þurfi ekki að anda, geta þær hermt eftir því.
T.d. til að reykja eða til að blekkja fólk til að líta út fyrir að vera mennskur. En þær taka ekki inn neitt súrefni þegar þær gera þetta.
”Prophecy Girl“: Angel gat ekki hjálpað Buffy.
Angel við Xander: ”I have no breath“
- Vampírur geta ekki farið inn á heimili nema þeim sé boðið þangað af íbúunum, eða íbúarnir séu dánir.
- Þegar vampíru hefur verið boðið inn á heimili einusinni getur hann alltaf komist inn.
En ein undantekning á þessu er galdur sem getur haldið vampírum frá.
Buffy við Angel í ”Passion“ eftir að hún hafði framið þennann galdur: ”Sorry, Angel, I've changed the locks.“
- Samkvæmt hefðinni geta vampírur ekki farið inn í kirkju eða aðrar heilagar byggingar. En vampírur í Buffy geta það án vandræða.
- Flestar vampírur eru hræddar við krossa og allar brennast þær á þeim.
- Þó svo að aðgerðin sjálf hafi ekki alveg verið útskýrð, þá er hægt að vísindalega breyta þeim til þess að skaða ekki venjulega menn.
Þetta gerðist með Spike í þættinum ”The Initiative" í fjórðu syrpu. Þar var komið fyrir einhverjum tölvukubb í hausnum á honum sem olli honum gríðarlegum sársauka ef hann ætlaði að ráðast á fólk.
Jæja, ég ætla að vona að þið hafið haft gaman að þessu. Ég ætla að halda áfram að skrifa fleiri svona greinar um bæði vampírur og önnur skrímsli í þáttunum.
Lifið heil.
ADM Reyni