John Doe er spennuþáttur sem er sýndur á Skjá einum klukkan níu á föstudögum. John Doe fjallar um mann sem veit ekkert hver hann er eða hvaðan hann er kominn og fékk því nafnið John Doe.
John Doe er gæddur þeim hæfileika að hann veit allt og getur reiknað út allt. Hann getur fundið út hvernig á að sprengja rúðu með tónum upp í einhver hús sem eru í eyði. Vegna þess fær hann að fylgjast með málum hjá lögreglunni þar sem hann kemur við góðar þarfir sem “alfræðiorðabók”.
Svo virðist sem þættirnir fjalla að miklu leiti hvernig John Doe sé að komast nær því hver hann sé og hvaðan hann sé. Svo virðist vera sem hann eigi aðeins eina minningu og það er körfu blóm.
Mér finnst þættirnir um John Doe mjög skemmtilegir þó að þeir séu frekar týpískir. Maður veit að hann mun leysa málið á endanum. Samt er spennan frekar í því hvort hann fái að vita hver hann er og undir sakamálunum snýst þetta auðvitað um að finna út hver Doe er.
Þættirnir svipa til the Dead Zone sem einnig var sýndur á skjá einum í fyrra sem sagði frá manni sem vaknaði úr dái eftir sex ár og þá þekkti sonur hans hann ekki og unnusta hans hafði gifst á ný. Það hjálpaði hann lögreglunni með skyggni sem hann hafði öðlast þegar svokallað “Dead Zone” örvaðist í heilanum (þessi staður er til og enginn veit til hvers hann er).
Kannski kemur meira, hver veit!
Fantasia