Mér finnst þessi þáttur vera mjög ferskur og skemmtilegur og er þessi þáttur einn af mínum uppáhalds Buffy þáttum.
Ætlunin var var að gera Buffy mjög mjúka og viðkvæma í þessum þætti til að sýna að hún var að koma í nýjan heim með háskólanum og að flytja í burtu að heiman.
Í þáttnum þarf Buffy algjörlega að sjá um sig sjálf því Willow og Oz voru upptekin og hún vildi ekki trufla þau þegar þau voru nýbyrjuð í skólanum, Giles sagði henni að hún ætti að vera sjálfstæðari og ekki var mikil hjálp í Xander.
Buffy kynnist ljúfum dreng að nafni Eddie en þegar hann hverfur fer hún að gruna um að það sé vampírugengi á skólalóðinni.
kvöldið eftir sér hún Eddie sem er nú orðinn vampíra en baninn verður að gera sína vinnu þannig að hún drepur hann og strax á eftir kemur vampírugengið sem er undir forrustu köldrænu vampírunni henni Sunday og má segja að hún hafi lumbrað talsvert á Buffy. Eftir að Xander kemur frá ferðinni sinni um Bandaríkin (hann náði nú ekkert lengra en Oxnard, það sem hann varð að vaska upp á konubar til að vinna fyrir viðgerðum á bílskrjóðnum hans) bíður hann henni hjálp sína og fara þau að rannsaka málið með þetta vampírugengi. Það kemur í ljós að þau hafi verið að ræna nógu fáum krökkum til að halda að þeir hafi gefist upp alveg frá árinu 1982. Xander og Buffy síðan í húsið þar sem þessar vampírur dveldu en þegar Xander fer að leita að vopnakistunni hennar Buffy sem vampírugengið var búið að stela þá verður Buffy svo óheppin að detta í gegnum gluggan og beint í klær vampírugengisins. Byrja þá heljarinnar átök og koma Xander, Willow og Oz henni til hjálpar og einsog mátti búast við höfðu okkar ástkæra “scooby gang” betur af. Á leiðinni heim kemur síðan Giles á hlaupum og biður Buffy afsökunar og ætlar að leita að vampírugenginu með henni en Buffy var nú þegar búin að ganga í skrokkin á þeim þannig…
Það var tvennt í þessum þætti sem átti eftir að hafa áhrif á þessu seríu að það var þegar við kynntumst herbergisfélaganum hennar Buffy sem á eftir að vera allt annað en pirrandi stelpa sem hlustar á dívurnar allan daginn og annars vegar undanlegu hermennirnir sem skjóta einhverjum rafmagnsgeislum á eina vampíruna sem slapp frá Buffy og taka þeir vampíruna með sér.
Ég vona að þið sem lesið greinina hafi gaman af henni
Kveðja Hermes
Hermes