Í nýlegu viðtali við TvGuide (svipað og dagskrárbleðillinn sem kemur í póstlúgurnar hér á íslandi) Þá er Boreanaz ekki svo ólíkur Angelus þegar hann er sem verstur , svo að ég vitni beint í TvGuide.
“TV Guide Online: How did you get the cancellation news?
David Boreanaz: Joss came to set and told me. I said, ”OK, fine." There were no tears. There was just a moment of congratulating him on a successful run of five seasons.
TVGO: You weren’t at all upset?
Boreanaz: I don’t wanna sound like I was cheering, but when Joss broke the news, it was almost more like the burden of pressure came off me after five years. I mean, it’s a lot of responsibility [carrying a show], and you don’t realize how much that is until they say it’s done and then you can breathe. So there’s some really nice light that came into my life. I’m in a really great place about it.“
Segjir D.B að honum hafi létt að Angel hafi hætt og mun ekki koma meira , getur verið að launagreiðslur milli hans og fox/wb hafi farið úr skorðum ? og það gæti verið ástæðan fyrir því að Angel hætti , að launakröfur hans væru einfaldlega of miklar til þess að þættirnir hefðu haldið áfram ? Persónulega finnst mér að þetta sé voðalega skítt af D.B að gera , sérstaklega þar sem honum finnst í sama viðtalinu að þetta séu þættirnir hans Angel og enginn annar stuðli til þessara hrikalegu vinsælda sem þessi þáttur býr undir.
Eru það ekki hinar persónurnar sem njóta ekki jafnmiklar ef ekki meiri ”ástúðar“ af aðdáendum þáttana.
Persónulega finnst mér t.d Wesley vera mikið skemmtilegri karakter en Angel sjálfur , Gunn , Fred og jafnvel Lorne eru skemmtilegri persónur , Spike er eins og hann hefur alltaf verið , svalur ”gaur“ með attitjútt og aflitað hár , en hann hefur samt þróast meira en Angel sjálfur.
Ef það væri ekki fyrir þessar aukapersónur í þáttunum efast ég um að þættirnir hefðu orðið svona vinsælir.
Og til að toppa þetta allt saman þá hefur verið umræða um að gera sjónvarpsmyndir eða ”beint á dvd“ myndir en D.B segjir í þessu sama viðtali og ég minnist á þarna fyrir ofan að hann vilji ekki koma nálægt Angel aftur nema að það væri í gegnum kvikmyndir fyrir hvíta tjaldið , sjálfsagt yrði það gaman að fá Angel / Buffy á hvíta tjaldið en það þyrfti að gerast margt áður en það gerðist dagskrárnar hjá öllum (nema D.B) þyrftu að losna , flestir eru að gera eitthvað núna í dag sem þau hafa ekki verið að gera síðast liðinn ár , eins og að leika í kvikmyndum. D.B hefur ekkert að gera á næstunni eins og hann segjir sjálfur.
Einnig hefur það verið í umræðunni að Angel þættirnir fari yfir á NBC sjónvarpsstöðinna en ónefndur heimildarmaður á NBC segjir að það sé alger vitleysa og engar slíkar hugmyndir hafa verið í gangi. Ásamt þessum orðrómum með NBC þá hafa einnig verið uppi hugmyndir að Spike verði með sinn eiginn þátt , en þá væri það ekki fyrr en Joss er búinn með firefly myndina sína (eða 3) , þetta með að spike fái sinn eiginn þátt kemur raunar beint frá James Marsters sjálfum (Spike , William the bloody(awfull poet))
Ég ætla að enda þennan lestur á að skrifa hérna upp það helsta sem Buffy / Angel leikararnir eru að gera þessa dagana.
David Boreanaz : Ekki neitt nema að klára Angel (fær ekki annað hlutverk ?)
Sarah Michelle Gellar : Er að leika í japanskir hrollvekju eftir það er ekkert vitað nema hugsanlega Scooby doo 3.
Alyson Hannigan : Var að leika í leikriti í london en er víst búinn þar. Átti að leika í gamanþáttum í bandaríkjunum sem að ég held hafi ekki fengið samning.
James Marsters: Fer að leika rómeo í leikhúsi með broddaklippinguna og raunverulegan hárlit.
Nicolas Brendon : Hefur ekkert að gera , hætt hefur verið framleiðsla á þáttunum hans.
Michelle Trachtenberg : Gaman myndinn eurotrip að mig minnir ,er víst búinn að ”vaxa" soldið víst frá Buffy þáttunum.
Anthony Steward Head : Leikhús í london ásamt hinum og þessum gestahlutverkum í breskum drama/spennu þáttum.
Hver er ykkar skoðun á málunum ?