Skírnarnafn hennar er Allison Lee Hannigan. Hún er fædd 24. mars, 1974 í Washington DC. Hún er stundum kölluð Allycat. Hún byrjaði að leika aðeins fjögurra ára og þá í auglýsingum sem styrktu meðal annars Mcdonald's, skemmtigarðana Six Flags og Oreo kex. Þaðan fór leikferill hennar upp á við. Hún hefur líka leikið í sjónvarpsþáttum, s.s. “Free Spirit” “Picket Fences,” “Roseanne,” “Touched by an Angel,” og “The Torkelsons,” eftir þá fór hún að leika í Buffy The Vampire Slayer. Hún útskrifaðist úr North Hollywood High School árið 1992. Mamma hennar er umboðsmaður/kona og pabbi hennar er vörubílstjóri, þau skildu þegar Alyson var aðeins tveggja ára.
Fróðleiksmolar:
Hún er með tattú af höfrungum á ökklanum og japanskt “kanji” á bakinu til lukku.
Hún var klarinettleikari í miðskóla.
Hún spilaði fótbolta á táningsárunum, en hætti seinna vegna meiðsla.
Framleiðendur American Pie myndanna vildu upphaflega að hún léki Heather (sem að Mena Suvari lék reyndar) en hún vildi frekar leika Michelle, henni fannst Michelle fyndnari.
Hermes