Jæja þá er maður búinn að horfa á allt Buffy sem til er og á bara þremur mánuðum. Nú er kominn tími til að líta aftur og koma niður á blað hvað manni finnst um þessa þætti.

Í mörg ár hélt ég að þættir með nafnið “Buffy the Vampire Slayer” gætu aldrei verið góðir. Nafnið er einfaldlega of corny. Hugmyndin um unglingsstelpu sem drepur vampírur er lame og hugsunin um enn einn low buget American teen drama þátt í bland við þetta allt saman var einfaldlega of mikið fyrir mig svo að ég sniðgekk Buffy í mörg ár, þangað til í sumar. Ég sé núna hverju ég var að missa af! Þættirnir hafa allt til að bera til að vera virkilega slæmt sjónvarpsefni en þeir eru bara það vel skrifaðir og leiknir að þeir komast yfir það. Reyndar eru þeir meira en það. Þeir eru með bestu sjónvarpsþáttum sem ég hef nokkurtíman séð. Ég verð víst að reyna að læra af þessu að dæma aldrei sjónvarpsþætti sem ég hef ekki horft á.

Hvað er það samt sem gerir þessa þætti að þeirri snilld sem þeir eru. Eins og ég sagði áðan þá eru þeir snilldar vel skrifaðir. Hver þáttur er sjálfstæð saga en á sama tíma er hann hluti af mun stærri sögu sem ekki klárast fyrr en í endann á hverri seríu. Það eru mjög fáir þættir sem ekki státa af virkilega frumlegri hugmynd og þættirnir koma manni endalaust á óvart. Til marks um þetta þá veit ég ekki um neina aðra sjónvarpsþætti sem hafa þöglan þátt þar sem ekkert er talað, eða söngleiksþátt (sem er by the way mesta snilld allra tíma, Once more with feeling eru bestu 45 mínútur af sjónvarpsefni sem að ég hef séð!!!)

Persónurnar eru flóknar og hafa ákveðna dýpt sem fær áhorfandann til að tengjast þeim þeimun meira. Eftir fyrstu tvær seríurnar fannst mér eins og Scooby gengið væru bestu vinir mínir en ekki persónur í sjónvarpsþætti og ég allavega gat fundið til með þessum persónum og glaðst með þeim (já ég stóð sjálfan mig nokkrum sinnum að því að gráta yfir þáttunum og það gerist ekki oft að ég græt yfir sjónvarpinu). Þættirnir eru brilliant drama, en eiga það stundum til að ofgera hlutina og voru á köflum farnir að líkjast sápuóperu of mikið fyrir minn smekk.

Húmorinn er snilld og það er hann sem stendur uppúr hjá mér. Þetta er ekki sömu heiladauðu brandararnir sem maður á að venjast í bandarískum grínþáttum heldur snjallir úthugsaðir brandarar í bland við hárbeitta kaldhæðni og “pop culture” tilvitnanir. Oft er ekki einusinni augljóst að það sé verið að segja brandara (það er sem betur fer ekkert fólk í bakgrunninum sem að hlær til þess að segja áhorfandanum að þetta eigi að vera fyndið) ég hef verið að horfa á suma þætti aftur og hef tekið eftir drepfyndnum atriðum sem að ég sá ekki í fyrsta skiptið.

Action atriðin eru að mínu mati ekkert ofur. Slagsmálin í gömlu þáttunum eru öll frekar veikluleg, vampírurnar lemja eins og stelpur og Buffy lemur eins og stelpa og þetta eru ekki mjög sannfærandi ofurslagsmál. Þetta lagast samt mikið í seinni seríum. Slagsmálin eru líka alltaf hröð, lifandi og skemmtileg á sinn hátt. Þau halda þættinum lifandi og halda manni við skjáinn.

Einn stærsti plúsinn sem ég gef buffy eru vondu kallarnir í þáttunum. Allar hetjur þurfa óvin til að berjast við, og það er ekki verra ef að óvinurinn er virkilega vondur (svo að hetjan líti betur út í samanburði). Vondu kallarnir í Buffy eru margir virkilega eftirminnilegir og sumir þeirra fara hjá mér beint í flokk flottustu charactera sem ég hef séð í sjónvarpi.
En hvað þarf til þess að skapa virkilega “góðan” vonda kall, sama hvort það er í sjónvarpi, bókum, bíómyndum eða einhverju öðru söguformi?
Í fyrsta lagi þá fyrnst mér fátt leiðinlegra en vondir kallar sem eru vondir …. af því að. Vondir kallar sem hafa ekki ástæðu fyrir því að vera vondir (The Master í fyrstu seríunni) eru lélegir vondir kallar. Ef að höfundur persónunnar getur skrifað vonda kallinn þannig að hann hafi góða ástæðu fyrir því sem hann gerir, jafnvel svo góða ástæðu að áhorfandinn fer að halda með honum. Þá er það vel skrifaður vondur kall.
***Spoiler úr 6 seríu***
Willow (Darth Rosenberg) er einn alflottasti vondi kall sem ég hef séð. Þegar að Tara dó (það var eitt af skiptunum sem ég fékk tár í augun) þá langaði mig persónulega að drepa Warren og ég var virkilega ánægður þegar að Willow píndi hann og fláði hann svo lifandi og ég þoldi ekki Buffy og Xander fyrir að reyna að stoppa hana. Svo fór þetta náttúrulega allt úr böndunum en jafnvel þegar Willow ætlaði að eyða heiminum hafði maður fullkomna samúð með henni. Þú getur ekki fengið mikið betri vondan kall en það! Samtalið milli Xander og Willow í lokin á 6. seríu stendur upp úr hjá mér sem besta atriði í öllum þáttunum (það er í harðri samkeppni við atriðið þegar Buffy drepur Angel í lok 2. season og seinasta samtalið milli Buffy og Spike í lok 7. season).
Aðrir flottir vondir kallar eru Angelus, Spike og Faith. Adam og Glory (Ben) voru líka svöl á köflum. Fæstir af vondu köllunum eru vondir bara upp á illskuna að gera heldur eru þetta þvert á móti góðar persónur sem að leiðast til illra verka vegna aðstæðna.
***Spoiler endar***

Allavega þá er niðurstaðan sú að Buffy er algjör snilld og ég mæli með því að fólk horfi á þetta og ég vil nota tækifærið og votta Joss Whedon virðingu mína. Maðurinn er snillingur!
Lacho calad, drego morn!