Ég ákvað að skrifa þessa grein til þess að vernda fólk fyrir þeim “spoiler” sem ég sá í gær.
Í gær leigði ég mér Buffy 7.3 spóluna, sem er þriðja spólan ef þrem spólum sem komnar eru út núna í aungarblikinu. Þessar fyrstu þrjár spólur innihalda 11 þætti af 22 sem verða gefnir út. Eins og flestir vita sem hafa tekið þessar spólur á video leigum að þetta heldur sig við ákveðið form. Hálf serían gefin út í einu og fyrstu tvær spólurnar innihalda fjóra þætti og sú síðasta þrjá. Síðasti þátturinn er alltaf mjög spennandi og er þetta auðvita gert til þess að fólk fynni fyrir rosalegri þörf til að drífa sig og leigja næstu spólu.
Ég lág upp í mínu risa stóra rúmmi með kók og nammi ásamt góðum vini að horfa á Buffy. Við vorum búin með fyrstu 2 þættina og þetta var rosalega spennandi. Buffy að berjast á móti mjög erfiðum andstæðingi sem maður vissi ekki hvernig í hún ætlaði eiginlega að sigra. Svo kemur að þætti sem heitir “Showdown”. Manni dettur náttúrulega strax í hug hvað á að gerast í þeim þætti. Síðan kemur upp á skjáinn nafnið á þættinum “Showdown” en útaf villu þá kemur ekki “Showdown” þátturinn heldur næsti þáttur á eftir sem heitir “Potential”. Maður heldur að þetta sé “Showdown” en þegar það er sýnt úr fyrri þáttum þá sýnir það hvað gerðist í síðasta þætti og það eyðileggur þennan “Showdown” þátt algjörlega fyrir manni. Þegar maður hættir að horfa á spóluna þá er maður bara kominn í vont skap og leiðindi.
Þessa villu á ekki að laga og kemur fram í öllum eintökum af spólunum. Í staðinn kemur “Showdown” þátturinn á næstu spólu sem er einmitt ekki komin út.
Þeir sem voru að hugsa sér að leigja þessar spólur ættu að bíða eftir að seinni hlutinn af seríunni kemur út og vita af þessari villu svo þeir lenda ekki í sömu hlutum og ég.