Tara Maclay (spoilers)
Tara Maclay var kærastan hennar Willow og hún komst eftir nokkurn tíma inní “gengið” eftir að hún byrjaði með Willow í fjórðu seríu. Mamma Töru dó þegar hún var aðeins 17 ára, og hún fór að erfa nornakraftana frá mömmu sinni eftir það. Tara fæddist 7. nóvember árið 1980. Það er sagt að allar konur í fjölskyldunni hennar breytast í djöfla þegar þær verða 20 ára. Það var Spike að þakka að hún fann út að þetta var lygi. Tara var feimin og taugaóstyrk í kringum nýtt fólk og stamar þessvegna þegar hún talar við það, en það hættir oftast þegar hún kynnist því. Hún hjálpaði “genginu” oft, tildæmis fann hún út að Buffy var ekki Buffy þegar Faith tók yfir líkama hennar, svo hjálpaði hún með að skipta aftur um líkama þeirra. Hún hjálpaði líka Willow að ná tökum á nornakröftunum sínum. Hún átti kött sem hét “Miss Kitty Fantastico” þótt að það var ekki leift að hafa ketti í heimavistinni. Tara var í sér íbúð í heimavistinni þar sem Hún og willow eyddu miklum tíma. Í fimmtu seríu fór Willow að nota mikla galdra sem leiddi til þeirra fyrstu rifrilda. Þegar Willow stormaði út og skildi Töru eftir eina kom Glory til hennar og saug úr henni alla skynsemina. Sem betur fer gat Willow að lokum komið henni í samt lag í síðasta bardaga Gloryar. Í sjöttu seríu hélt Willow áfram að nota meiri galdra, og þær héldu áfram að rífast um hvort hún væri að nota of mikið af göldrum. Eftir að Tara fattaði að Willow hefði notað galdra til að láta hana gleyma að þær hefðu verið að rífast, hættu þær saman. Nokkrum mánuðum seinna, eftir að Willow hafði hætt að nota galdra, byrjuðu þær aftur saman, stuttu eftir það. Tara var skotin og drepin af Warren.