*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
Eitt af meginþemum þessarar síðustu þáttaraðar var sú vangavelt um hvað það þýddi að vera útvalin. Að skera sig úr, bera ábyrgð fram yfir aðra, bera byrðir heimsins á herðum sér. Að hafa völdin. Upphaflega hugmynd Joss að þáttunum snerist í kringum stúlkuna í hryllingsmyndum sem er hundelt og getur ekki varið sig - hann vildi gera eitthvað fyrir þessa stúlku og gaf henni því vald til að berjast gegn öllu því sem gat mögulega herja á hana og standa uppi sigurvegari. Upphaflega átti bara að vera ein - ein útvalin - og þegar hún léti lífi tæki önnur við. En í lok fyrstu þáttaraðainnar var leikreglunum breytt. Buffy drukknaði (og dó þarmeð) en var lífguð við og Kendra (og síðar Faith) var kölluð til starfa. Þær voru orðnar tvær.
Sú spurning hefur oft verið spurð; hvers vegna vaktararnir hafi ekki bara tekið banann, deytt hann og lífgað síðan við í trekk og trekk til að vekja upp nýja bana. Svarið er mjög einfalt: vaktararáðið gat rétt svo ráðið við eina unglingsstúlku sem þekkti ekki krafta sína. Þeir voru dauðhræddir við Faith og hefði aldrei treyst sér til að tjónka við fleiri. Því þetta snýst um vald. Fleiri vampírubanar gátu bjargað fleiri mannslífum en þeim væri aldrei hægt að stjórna. Og þar komum við að kunnuglegu þema - það verður að stjórna konunum. Giles var ólíkur hinum vökturunum að því leiti að hann reyndi aldrei að stjórna Buffy heldur leiða hana. Hann kenndi henni og ráðlagði en þegar til kastana kom tók hún sínar eigin ákvarðanir.
Stökkvum nú fram til ársins 2003. Buffy finnur sig skyndilega í hlutverka hershöfðinga - höfðingja yfir hópi af hræddum tilvonandi bönum. Stúlkum sem yrðu hugsanlega kallaðar ef Buffy eða Faith mundu deyja. Þær hafa allar í sér þetta loforð um aukinn kraft en enga leið til að vita hvort það loforð verði nokkurn tímann efnt. Ekki hjálpaði upp á að Hin Fyrsta Illska gekk á milli þeirra og reyndi að sannfæra þær um að þeim mundi mistakast. Því hvaða krafta höfðu þær? Þær voru jú á vissan hátt útvaldar en allar í biðstöðu - staðsettar í röð þar sem þær biðu eftir kallinu sem gat aðeins komið til einnar í einu. Þannig voru reglunar.
En þá gerðist það. Buffy áttaði sig á því sem hún hafði vitað allan tímann: hún hafði aldrei farið eftir reglunum. Það ferli hófst þegar hún strunsaði einbeitt á fund Meistarans rétt eftir að hafa verið lífguð við af Xander:
XANDER: No. You're still weak.
BUFFY: No. No, I feel strong. I feel different. Let's go!
Þegar hún hefði átt að vera buguð kom hennar helsti styrkur í ljós - að standa og falla á sínum eigin forsendum. Á þessari stundu hófst ferlið sem lauk ekki fyrr en í síðasta þættinum “Chosen”:
THE FIRST EVIL: Into every generation, a Slayer is born. One girl in all the world. She alone will have the strength and skill to fight the… well there's that word again. What you are. How you'll die. Alone.
THE FIRST EVIL: Where's your snappy comeback?
BUFFY: You're right.
THE FIRST EVIL: Mmm. Not your best.
SPIKE: I'm drowning in footwear!
SPIKE: Weird dream. Buffy? Is something wrong?
BUFFY: No. Yes. I just realized something. Something that really never occurred to me before. We're gonna win.
Vegna þess að þegar til kemur er hin fyrst - og mesta - illska einmitt það sem dregur úr manninum - lætur hann efast um eigin verðleika - heldur aftur af honum og ýtir undir sjálfseyðingahvöt hans. Af vanmætti spretta svo allar lægstu hvatir mannanna því þegar sjálfstraust og trú á eigin verðleika brestur leita menn annarra leiða til að hefja sig upp og oft með hörmulegum afleiðingum. Hvað stúlkurnar varðaði lét Hið Fyrsta þær efast um sérstöðu sína og jafnvel ef þær voru sérstakar (Buffy og Faith) gerði það þær einmana og afskiptar. Á þessarri stundu er Buffy hins vegar hætt að hlusta á efasemdaraddirnar - bæði frá sér og Hinu Fyrsta - og farin að trúa á sjálfa sig og sína getu. Því þegar til kemur er hinn mikilvægasta styrk að finna einmitt þar: þér tekst aldrei að áorka neinu ef þú trúir því ekki að þú getir það. Og það er einmitt sem það sem stúlkurnar hefur allar vantað - sjálfstraustið. Buffy fær Willow til að komast yfir eigin efasemdirnar og framkvæmda mikilvægasta galdur lífs síns - gera allar hina tilvonandi að alvöru vampírubönum. Og þær fyllast allar vissu - um eigin getu og eigin verðleika. Ekki aðeins þær sem sem eru staddar í Sunnydale heldur alls staðar um heiminn - þær sem aldrei fundist - kannski við allar? Og þær berjast og hika aldrei því þær vita hverjar þær eru, hvað þær geta og hver þeirra réttur er. Þær eru hættar að fara eftir stjórnsömum reglum hinna útdauðu vaktara - þær lifa og deyja (og versla) samkvæmt eigin forsendum.
Hér ætla ég að setja staðar numið því annars mun þessi ritgerð sennilega engan endi taka. Ég minntist heldur ekkert á aðra mikilvæga þætti sem áttu sér stað undir lokin: hvernig Spike og Anya (og jafnvel Andrew) sættust við fortíð sína og sig sjálf og tóku afgerandi og óeigingjarna ákvörðun í lokin. Xander og Dawn sem lærðu að það að vera sérstök er ekki nærri því eins erfitt og að vera það ekki. Það voru einnig fleiri þemu í gangi heldur en ég taldi upp hér að ofan - það var t.d. mikil áhersla á að sjá - að þekkja. Þekkja eiginleika í fari annarra, hjá manni sjálfum. Þekkja sannleika frá lygi. Sjá í gegnum blekkinar Hins Fyrsta svo og sjálfsblekkingu.
Og framar öllu öðru: sjá eigin verðleika í staðinn fyrir gallana.
——————